Ég er mikið búin að vera að lesa þræði og umræður um Dalsmynni í fyrstu var ég alveg hlutlaus en núna ja….líst mér ekki vel á þessa starfsemi ég er búin að heyra margar lýsingar á Dalsmynni frá fólki sem hefur farið þangað til að “skoða” eða kaupa hund þetta eru ekki geðslegar lýsingar sem mér finnst passa vel við lýsinguna hér að neðan,ég tek fram að þetta er líka álit dýralæknis : Umhverfisstofnun íhugar að vísa til lögreglustjórans í Rvk skýrslu um aðbúnað hunda á hundabúinu Dalsmynni. Að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, lögfræðings hjá stofnuninni er það úrræði sem hægt er að grípa ti þegar ekki er farið að reglum sem byggðar eru á 20. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Viðlög eru meðal annars þau að viðkomandi er sviptur með dómi leyfi til að hafa dýr eða sýsla með þau. Sigurður sagði að beðið væri athugasemda frá rekstraraðilum búsins en að þeim fengnum yrði tekin ákvörðun um framhaldið. Frestur sem eigendurnin fengu rennur út á föstudaginn.
Starfsmenn stofnunarinnar fóru í eftirlitsferð á búið í síðustu viku eftir að úf rann frestur sem eigendur fengu til að gera þær lagfæringar sem nauðsynlegar voru samkvæmt úrskurði umhverfisráðuneytisins í nóvember síðastliðnum Í skýrslu umhverfisstofnunar kemur fram að ekkert hefur verið gert til að bæta aðbúnað dýranna. Þar segir að á búinu séu 165 dýr af 13 tegundum en aðeins 37 af dýrunum höfðu nægilegt rými, 128 dýr voru í of þröngum búrum þar af allir hvolparnir, 47 að tölu Í skýrslunni segir enn fremur að aðspurð játi Ásta Sigurðardóttir eigandi búsins að minni hundarnir, sem eru liðlega eitt hundrað, séu ekki látnir út aðeins þeir stærri. Starfsmenn umhverfisstofnunar sjá hins vegar ekki ummerki þess að dýrunum sé hleypt út. Þá sé ekki haldin dagbók um dýrin eins og skylt er.

Lítið breyst frá því í fyrravor

Lengi hefur staðið styr um hundabúið Dalsm. og hafa hundaeigendur farið á staðinn og mótmælt meðferðinni á dýrunum. Um Dalsm. hafi einnig verið haldnar harðar umræður á netinu og óskuðu eigendur eftir lögreglurannsókná meintum ærumeiðandi ummælum um búið þar.
Í maí í fyrravor kom frá Magnúsi Guðjónssyni dúralækni sem fór í Dalsm. síðastliðið vor á vegum umhverfisstofnunar, svört skýrsla um starfsemina.
Í henni segir meðal annars: ,, mikill óþrifnaður var í herbergjum. Að mati undirritaðs jaðrar þetta við illa meðferð á dýrum og verða yfirvöld að grípa strax í taumana“
Í skýrslu hans sagði enn fremur að mikil vanhöld væru á að farið væri að þeim lögum og reglum sem lægju til grundvallar rekstrinum. Orðrétt sagði í skýrslunni: ,, of þröngt er um hundana ekki ættu fleiri en tveir smáhundar að vera í hverju búri. búrin eru of lítil fyrir hunda af stærri kynjum. Gotherbergi algerlega óviðunandi. Þar eru tíkur með hvolpa í rimla eða vírnetsbúrum sem hrúgað er saman og minnir mest á búrhæns.” Magnús átelur hve margir hundar séu á búinu og bendir á að hundar hafa fylgt manninum í 10 þúsund ár, háðir séu manninum með félagsskap og samskipti. Hann segir fjarri því að hægt sé að uppfylla þau skilyrði í Dalsmynni þar sem hundarnir séu allt of margir. HAnn tiltekur þó að fólk virðist vera gott við hundana, en eðli málsins samkvæmt geti ekki nokkrar manneskjur annað þeirri þörf.

Hvolpar geymdir í ferðabúrum

Þá segir í skýrslunni frá því í fyrravor að vegna þess hve þröngt sé um hundana séu talsverð óþrif í búrum. Sett hafi verið dagblöð á gólfið fyrir hundana til að gera stykkin sín en þau hafi víðast hvar verið gegnum blaut af þvagi og sur og sums staðar í graut sem hundarnir gengu í. Loftræsting sé ófullnægjandi og engin útiaðstaða sé fyrir hundana. Hitalagnir þurfi að vera í gólfum.
Frá því þessi skýrsla var gerð í maí í fyrra hefur ástandið eitthvað batnað en samt meirihluti hundanna enn í of þröngum búrum. Í nýjustu skýrslunni sem gerð var eftir heimsókn í búið þann 26. janúar síðastliðinn, má sjá að hvolpar eru geymdir í litlum lausum, færanlegum búrum. Þannig búr séu eingöngu notuð af hundafólki þegar ferðast er með dýrin milli staða en alls ekki til að hafa hunda í allan sólarhringinn. Í skýrslunni er ekki lagt mat á andlegt né líkamlegt ástand dýranna en athygli vekur að ekki sást til neinna starfsmanna annarra en eigandans Ástu Sigurðardóttur, þrátt fyrir að hún hafi jafnan fullyrt að á búinu vinni fleiri en hún. Það starfsfólk hefur ekki verið á staðunum í eftirlitsferðum umhverfisstofnunar., Í för með starfsmönnum umhverfisstofnunar nú var ekki dýralæknir.

Gagnrýnir umhverfisstofnun

Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundabúsins í Dalsmynni, segist ekki hafa fengið bréf frá umhverfisstofnun þar sem gefin er frestur til föstudags til að skila athugasemdum við eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar. Yfir þeim vofir að málið verði kært til lögreglu vegna brota á dýraverndunarlögum. ,,Mér finnst það ótrúleg vinnubrögð að þetta bréf skuli ekki hafa borist okkur,“ segir Ásta, en tekur fram að hún sé að bíða eftir póstinum. Hún segist hafa lesið um gagnrýni Umhverfisstofnunar á vefsíðu stofnunarinnar um illan aðbúnað sem fram kom í eftirliti þann 26. febrúar. ,,Við höfum verið að stækka stíur eins og beðið var um” Ásta gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega: ,,þeir á stofnuninni hafa unnið á móti okkur,“ segir hún og vísar á lögfræðing sinn Guðfinnu Guðmundsdóttur, sem segist ekki getað tjáð sig um skýrsluna þar sem henni barst hún ekki fyrr en um miðjan dag í gær.



okie..ég veit að þið hafið kannski ekki nennt að lesa þetta allt þó hvet ég ykkur til þess þetta er stofnun sem mér finnst ekki ætti að vera til ég vil bara benda ykkur á að hugsa um þetta þið sem eigið gæludýr hvernnig sem er vilduð þið að dýrin ykkar fengu litla sem enga hreyfingu lægju í eigin skít og hlandi..?? Mynduði nokkurn tímann gera það af hverju ? Örugglega út af því að ykkur þykir vænt um dýrið eða dýrin…það sýnir bara að þessu fólki þykir ekki vænt um dýr og perónulega finnst mér að fólk sem þykir ekki vænt um dýr og er vont við þau eigi ekki að reka svona ”fyrirtæki" sem þessi hundar eru þarna ég á ekki sjálf hund en þekki marga og vil að allir hugsi sig um sem þykir vænt um dýr ! og munið þið bjargið engu ENGU með að kaupa hund þaðan það styrkir þetta bara og þetta mun þrífast lengur….ef þið eruð ekki að trúa mér endilega kíkið á þetta þetta er rétt fyrir framan Hvalfjarðargöngin og það er skilti blátt og gult sem á stendur Dalsmynni..en eins og flestir vita er sjón sögur ríkari…

Takk fyrir mig kv.Klo