Hvað á þetta að viðgangast lengi að það sé leyfilegt að fara svona illa með hunda?
Finnst almenningi EKKERT að því að renna upp á Dalsmynni og kaupa sér hvolp sem kemur frá þessum aðstæðum og búist þið virkilega við eðlilegum hvolpi þaðan? Auðvitað er einn og einn sem stendst raunina og verður góður heimilishundur en hvað verður um restina, þessa aumingja sem almenningur gefst upp á ???

Í síðustu viku fóru hugaðir einstaklingar á Dalsmynni og sáu með eigin augum þessar aumingja hvolpamaskínur. Hér er frásögn af heimsókn á Dalsmynni:
*************
Við eltum hana nú inn í got herbergin og þar var allt FULLT af ferðabúrum! svona rimlabúrum sem hægt er að brjóta saman, þar var hún með tíkur sem voru með hvolpa! OG lyktin! þetta var eins og í niðurnýddu hænsnabúi. En samt var ekkert skítugt þar sem að fólk fékk að bíða.
En við náðum að kíkja inn í alla gangana, og það voru hlandpollar komnir út á gólf, með grútskítugum dagblöðum. Pommarnir voru annað hvort alveg nauðarakaðir, ef ekki þá voru þeir með skítaklessurnar hangandi aftan á sér………………..sorglegt!

Þegar hún kom fram með Boston Terrier parið, var það alveg HRÆÐILEGT! bæði svona húkt (eins og þau væru með kryppu) neglurnar orðnar ALLT of langar hjá tíkinni orðnar svona snúnar

Stóri Daninn var með KÝLI á tánum (hvað getur það verið?) og alveg SVAKALEG legusár á olnbogunum.

Rottweilerinn var alveg grútskítugur og sýndist blautur (ábyggilega hlandblautur)

Vinkona mín náði nú að sjá cocker tíkina þegar hún gekk á efftir ástu inn í gotherbergin, og hún var með skítaklessur á síðunni á sér, eins og hún hafi rúllað sér upp úr kúk.

Hún koma með eina tjúa mömmuna fram, og hún var með rosalegt sár á kviðnum, hún sagði þetta vera eftir keisaraskurð. En það var alveg ELDrautt.

Hitinn í stóra útihúsinu var ekki nema rétt tæpar 10° gráður
Og í hinu húsinu þar sem að tíkurnar voru með hvolpa rétt tæpar 15° gráður.

Úff þetta var alveg hræðilegt að horfa upp á þetta!

****************
Og hér er skýrsla UST Umhverfisstofnunnar:
_________________________________ ___________________________
Þann 26.janúar 2004 sl. fór fram eftirlit hjá hundaræktun Dalsmynni ehf. Hér með er félaginu send eftirlitsskýrsla sem gerð var í kjölfar eftirlitsins. Athugasemdir við eftirlitsskýrluna, ef einhverja eru, óskast sendar til umhverfisstofnun fyrir 6. febrúar nk.

Athygli félagsins er jafnframt vakin á að Umhverfisstofnun hefur til athugunar að vísa málinu til Lögreglustjórans í Reykjavík til meðferðar skv. 20. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd.

Undirritað af Gunnari Steini Jónssyni, staðgengli forstöðumanns framkvæmda- og eftirlitsviðs, og Sigurði Erni Guðleifssyni, héraðsdýralækni.

Eftirlitsskýsla
Fyrirtæki: hundaræktin Dalsmynni ehf.
Starfssemi: Gæludýraræktun.
Kennitala: 501201-2270.
Tegund eftirlits: Vegna krafna um úrbætur.
Heimilisfang: Dalsmynni, Kjalanesi.
Rekstrarleyfi gildir til: Janúar 2005.
Dagsetning: 26. janúar 2004.
Fulltrúar Umhverfisstofnunar: Eyjólfur Magnússon, Eigill Einarsson, Stefán Einarsson.
Fulltrúar fyrirtækisins: Ásta Sigurðardóttir

1. Inngangur
Úrskurður var kveðinn upp í Umhverfisráðuneytinu 20. nóvember 2003, í kæru Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur hdl f.h. Hundaræktarinnar Dalsmynni á ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gerðar verði tilteknar úrbætur á starfsemi hundaræktarinnar. Í bréfi Umhverfisstofnunar um að gerðar verði tilteknar úrbætur á starfsemi hundaræktarinnar. Í bréfi Umhverfisstofnunar til Hundaræktarinnar, dags 3. desember 2003, voru niðurstöður úrskurðarins tíundaðar og Hundaræktin hvött til að ljúka framkvæmdum í samræmi við úrskurðinn fyrir 15, janúar 2003.

2. Samantekt á niðurstöðum
Skoðaðar voru aðstæður í útihúsum að Dalsmynni þar sem hundarnir eru hafðir í búrum í sex skálum (sjá meðfylgjandi uppdrátt). Við eftirlitið voru stærðir búranna mældar og hundarnir taldir og tegundagreindir. Einn starfsmaður var viðstaddur á búinu, Ásta Sigurðardóttir, en aðrir starfsmenn voru ekki til staðar.

Fjöldi dýra
Í búinu voru samtals 165 dýr, þar af 118 fullorðnir hundar sem skiptust í 13 tegundir, Chihuahua (46), Pomeranian (21), Japanese Chin (3), Silky Terrier (15), Dachshund (5), Cavalier King Charles Spaniel (3), Bulldog (5), Beagle (5), American Cocker Spaniel (1), Boxer (9), Boston Terrier (2), Stóri Dani (2), Rottweiler (1).

Hvolpar á búinu, samtals 47, skiptust í þrjár tegundir: Chihuahua (34), Silky Terrier (8) og American Cocker Spaniel (5).

Aðspurð segist Ásta hætt með hundategundirnar Papillon og Chinese Crested og að Pembroke Welsh Corgi og Basset hundarnir væru dauðir. Doberman hundur sem tilheyrir búinu sagði hún að væri í för með Tómasi eiginmanni sínum. [Þess má geta að á vefsíðu ræktunarninnar dalsmynni.is eru tilgreindir papillon hundar og að ræktunin sé nýbúin að fá inn innfluttan rakka í ræktun, einnig hafa nýlega selst slíkir hvolpar hjá henni, og þess vegna er greinilegt að hún hafi aftur tekið til þeirra ráða að koma hundunum fyrir á öðrum stað á meðan á eftirliti og talningu stóð.]

Búrastærðir
Af 165 dýrum samtals í hundageymslum og gotaðstöðum reyndust 37 fullorðin dýr hafa nægilegt rými en 81 fullorðin dýr og allir hvolparnir, 47 talsins, voru í of þrönfum búrum m.v. lágmarksstærðir búra smb. úrskurð umhverfisráðuneytisins.

Þrengslin sem dýrin bjuggu við var ýmist vegna þess að búrin voru og lítil miðað við stærðir dýranna eða vegna þess að of mörg dýr voru höfð í sama búri.

Gotaðstaða
Í gotaðstöðu (skálar 4,5, og 6) voru 11 tíkur með 40 hvolpa í 11 búrum. Ekkert þessara búra uppfylti kröfur um lágmarksstærð. Sjö Chihuahua hvolpar voru geymdir í 3 lausum búrum, 2 hvolpar saman í 2 búrum og 3 í einu. Stærð hvers þessara búra mældist 0.5 m2.

Hundageymslur
Í skála 1 voru 25 hundar í 13 búrum. Fimm hundanna höfðu nægilegt rými, en 20 hundar voru í of litlum búrum.

Í skála 2 voru 42 hundar í 13 búrum. Af þeim höfðu 20 hundar nægilegt rými, en 22 hundar voru í of þröngum búrum.

Í skála 3 voru 23 hundar í 12 búrum. Af þeim höfðu 12 hundar nægilegt rými, en 11 hundar voru í of þröngum búrum.

Útigerði
Við enda skála 1, 2, og 3 eru 30 útistíur, 5.1 - 5.5. m2 á steyptu plani. Sakmvæmt úrskurð umhverfisráðuneytis nægir stærð hverra stíu fyrir allt að 2 hunda léttari en 5 kg, en ekki fyrir stærri hunda. ekki voru ummerki um að stíurnar væru í notkun.

Dagbók
Sakvæmt 91. gr reglugerðar um dýrahald í atvinnuskyni er forráðamönnum Hundaræktunar Dalsmynni skylt að færa nákvæma dagbók um þau dýr sem þeir hafa í umsjá sinni og skulu eftirlitsmenn hafa óhindraðan aðgan að þeim upplýsingum þegar þurfa þykir.

Fram kom hjá Ástu Sigurðardóttur að dagbók væri ekki færð um hundanna í Dalsmynni.

Þetta mál hefur áður verið til umfjöllunar í sambandi við eftirlit í hundaræktinni. Fram kemur í Skýrslu Lísu Bjarnadóttur dýralæknis til dýraverndunnarráðs, dags 24. september 2001, sem gerð var vegna starfsleyfsumsóknar búsins og vegna þess að forráðamönnum búsins hafði verið veittur frestur fram til júlí það ár til þess að sýna fram á dagbók um starfsemina, að forráðamenn búsins höfðu þá ekki orðið við þessari kröfu.

Ákvæði í leyfisbréfi
Áskilið er í leyfisbréfi Hundaræktarinnar, sem gefið var út af Lögreglustjóranum í Reykjavík 28. janúar 2002, að: \“Þorvaldur Þórðason og Katrín Harðadóttir, dýraspítalanum í Víðidal hafi eftirlit með aðbúnaði og ástandi hundanna\”. Samkvæmt upplýsingum frá Katrínu hefur Hundaræktin ekki gert samning um þetta eftirlit og hefur það ekki farið fram. Dýraspítalinn hefur þó sinnt einstaka dýralæknisverkum fyrir Hundaræktina. Fram kom einnig hjá Katrínu að þetta ákvæði í leyfisbréfinu var aldrei borið undir þau að eftirlitið eigi að vera í höndunum á opinberum aðila.

Annað
Þungt loft var í skálanum sem hýstu hundanna. Í skálum 2 og 3 hafði þvag runnið úr búrunum út á ganginn milli búragarðanna.

Spurt var um hvernig þörfum hundanna fyrir hreyfingu er fullnægt. Fram kom hjá Ástu að minni hundarnir (101 hundar) eru ekki látnir út en þeim hleypt inn á ganginn milli búranna. Bulldog hundum (5 hundar) er hleypt út í gerði, en stóru hundunum Rottweiler, Stóri Dani og Boxer (12 hundar) er sleppt daglega lausum út á lóð búsins. Við eftirlit er erfitt að staðfesta þetta, en snjór var í útibúrunum og voru ekki spor í honum eftir hundanna, en hundaspor voru í ganginum framan við búrin. Ekki voru hundaspor eða önnur ummerki eftir hundanna í snjó á planinu utan hundageymslunnar eða við húsin eins og búast mætti við eftir 12 lausa hunda.

Ásta sýndi skála (nr. 7 á uppdrætti) sem verið er að innrétta með búrum. Búrin voru mæld og koma niðurstöður fram í viðauka.

Niðurstaða Skoðunnar 26. janúar 2004

Tafla 8. gotaðstaða í skála 4:
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 5. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,50 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 4. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,40 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 4. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,40 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 4. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,40 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 3. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,30 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 3. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,30 m2
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 2. Stærð búra m2: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra m2: 2,20 m2
Fjöldi hvolpa Alls: 45 stk

Tafla 9. Gotaðstaða í skála 5-blandað
Silky Terrier: Fjöldi hvolpa: 2. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 2,20 m2.
American Cocker Spaniel: Fjöldi hvolpa: 5. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 3,13 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 2. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 2.20 m2
Chihuahua/Pomeranian: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 2.00 m2
Chihuahua: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 2.50 m2
Chihuahua: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 1,56 m2. Lágmarksstærð búra: 2.30 m2
Fjöldi hvolpa Alls: 9 stk.

Tafla 10. Gotaðstaða í skála 6-blandað
Boxer: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 2,85 m2. Lágmarksstærð búra: 4,50 m2.
Boxer: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 1,97 m2. Lágmarksstærð búra: 4,50 m2.
Silky Terrier: Fjöldi hvolpa: 6. Stærð búra: 1,97 m2. Lágmarksstærð búra: 2,60 m2.
Boxer: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 2,85 m2. Lágmarksstærð búra: 3,50 m2.
Bulldog: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 2,85 m2. Lágmarksstærð búra: 3,50 m2.
Bulldog: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 2,85 m2. Lágmarksstærð búra: 3,50 m2.
Fjöldi hvolpa Alls: 6 stk.

Tafla 11. Gotaðstaða í skála 5-hvolpabúr
Tómt: Fjöldi hvolpa:. Stærð búra: 0,77 m2. Lágmarksstærð búra: 2,00 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 3. Stærð búra: 0,51 m2. Lágmarksstærð búra: 2,00 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 2. Stærð búra: 0,54 m2. Lágmarksstærð búra: 2,00 m2.
Chihuahua: Fjöldi hvolpa: 2. Stærð búra: 0,54 m2. Lágmarksstærð búra: 2,00 m2
Fjöldi hvolpa Alls: 7 stk.

Fjöldi hvolpa Alls: 47 stk.

_______________________________________________ _________________________________

Tafla 12. Niðurstaða talningar hunda eftir tegundum


Minni hundar
Skáli 1: Pomeranian (4), Japanese Chin (3), Dachshund (5), Cavalier (3), Boston Terrier (2).
Skáli 2: Chihuahua (29), Pomeranian (13).
Skáli 3: Pomeranian (3), Silky Terrier (13)
Útigerði: Tóm (0)

Alls í búrum: Chihuahua (29), Pomeranian (20), Japanese Chin (3), Silky Terrier (13), Dachshund (5), Cavalier (3), Boston Terrier (2). Gotaðst. skáli 4: Chihuahua (7).
Gotaðst. skáli 5: Chihuahua (10), Pomeranian (1), Silky Terrier (1).
Gotaðst. skáli 6: Silky Terrier (1).

Alls: 46 Chihuahua, 21 Pomeranian, 3 Japanese Chin, 15 Silky Terrier, 5 Dacshund, 3 Cavalier, 2 Boston Terrier.

___________________________________________ _____________________________________

Stærri hundar
Skáli 1: Beagle (5), Rottweiler (1), Stóri Dani (2).
Skáli 2: (0).
Skáli 3: Bulldog (3), Boxer (4). Samt. 23
Útigerði: Tóm (0)

Alls í búrum: Bulldog (3), Beagle (5), Cocker Spaniel (0), Boxer (4), Rottweiler (1), Stóri Dani (2).
Gotaðst. skáli 4: (0)
Gotaðst. skáli 5: Cocker Spaniel (1).
Gotaðst. skáli 6: Bulldog (2), Boxer (5).

Alls: 5 Bulldog, 5 Beagle, 1 Cocker Spaniel, 9 Boxer, 1 Rottweiler, 2 Stóri Dani.
________________________________________________ ___________________
Þess má geta að Dalsmynni fékk 7 daga frest í viðbót.
**********
Vinsamlega komið með almennilega umræðu um hvað ykkur finnst um þetta og hvað er hægt að gera til að stoppa þessa skömm sem viðgengst á okkar litla landi.
Appolo