F:26.06.01
D:07.02.04

Dreki var aðeins 2 ára þegar að hann fór frá mér og skildi mig eftir einmana. Hann var skemmtilegasti hundur sem ég veit um. Hann lét alltaf vita af sér. Ef að ég var að borða þá sat hann við fæturna mína, ef ég fór inná bað þá beið hann fyrir utan dyrnar eftir að ég kæmi og klóraði honum, ef að ég var inni í tölvuherbergi eins og ég er núna þá klóraði hann á hurðina því hann vildi koma inn.. og ég bíð enn.
Fyrir þrem dögum létum við gelda hann. Aðgerði gekk eins og í sögu en hann hafði verið soldið slappur eftir hana en þennan laugardag hélt ég að hann væri að fara að batna vegna þess að hann var farinn að sýna viðbrögð gagnvart t.d. póstinum og svona. Ég veit ekki afhverju en ég var að borða pizzu og hann var að sníkja en ég fór alltí einu að gefa honum pizzu en ég geri það yfirleitt ekki en ég vildi bara gera það núna og hann átti nefnilega líka eitthvað svo erfitt með að fara að borða. Svo komu gestir en þá byrjar hann að gelta og hann hleypur niður stigann en hann hafði aldrei gert það eftir aðgerðina og ég hugsaði bara “jájá hann er allur að batna” en þegar hann er niðri og ég fylgist með honum og hann ætlar að fara að stíga upp eins og hann væri að fara aftur upp þá dettur hann á hliðina og frænka mín hélt hann vildi bara láta klóra sér og hún bara klórar honum svo alltí einu missir hann þvag og hann liggur bara þarna og hreyfir sig ekki og þá kom mamma og hélt hann þyrfti bara aðeins að hvíla sig eftir æsinginn svo var hann bara kyrr en mamma hélt fyrst að það væri bara búið að líða yfir hann en hún hélt um bringuna á honum og fann hjartsláttinn og sá hann síðan taka síðustu andtökin og hann bara fór. Ég bara gat ekki annað en grátið allan tímann og ég var grenjandi allan daginn og alveg í sjokki yfir þessu öllu.
Við héldum fyrst að hann hefði hálsbrotið sig vegna þess að hann rak lúðurinn sem hann var með um hausinn eitthvað svo fast í frænku mína eða eitthvað. Svo fórum við að spá að gæti verið hjartaáfall en mamma fann samt hjartsláttinn þarna hjá honum þannig að eina skýringin gæti verið heilablóðfall eða heilblóðtappi. Þetta var ekki aðgerðinni að kenna, hann var krufður sama dag og það voru engar innvortis blæðingar þannig að hann fer til einhvers sérfræðings á mánudaginn.

Þetta var stuttur tími af gleði og leiðinlegt að missa hann svona snemma þegar að líf hans var rétt að byrja og ég elska hann og ég er fegin að ég gat glatt hann með pizzu rétt áður en hann fór og ég var kvöldið áður búin að vera að knúsa hann mikið þannig að ég var ánægð að ég gat glatt hann þennan stutta tíma sem hann átti eftir en ég veit að allir hundar fara til himna og þar er hann núna…