Heil og sæl !
Erum við ekki kominn yfir þá umræðu um hvort beri að banna Dobermann hunda eða ekki ? Hvernig væri það framkvæmt ? Það væri vissulega bannað að flytja inn fleiri einstaklinga af tegundinni, enn hvað með þá sem eru fyrir bannið ? Verða þeir teknir og svæfðir, verður bannað að halda áfram ræktun og verður þá hópurinn geldur ? Hvað er málið ??
Sjálfur á ég par af þessari tegund og veit mæta vel að þetta eru stórir og sterkir hundar með gífurlega snöggt viðbragð. Þeir krefjast aga, það er að seigja að þeir vilja vita hvað eigandinn (Alpha-dýrið í hópinum) ætlast til af þeim. Þetta eru það öfllug dýr að forystu dýrið þarf að hafa sterka forystuhæfileika. Sem þýðir einfaldlega að þetta er ekki tegund fyrir alla. Þessari staðreynd taka sumir illa og seigja “afhverju get ég ekki átt svona hund” eða hugsa “er ég eitthvað minna hæfur að eiga svona hund”. Það er ekki málið !! Eigandinn þarf að eyða roslegum tíma í að þjálfa þá, halda aganum og ekki fara út fyrir rammann sem er settur. Vissulegu á þetta við flestar tegundir, enn þetta verður að vera í háu marki hjá Dobermann hundum vegna hve öflugir þeir eru og með gífurlega snöggt viðbragð sem verður að nýta til þjálfunar annars verða þeir mjög taugaveiklaðir (mismunandi eftir einstaklingum).
Eins og ég sagði áðan á ég par og hef kynnst gífurlegum fordómum. Er ég var eitt sinn í heimsókn á Geirnefi (lítið vissi ég þá að þetta yrði mín seinasta heimsókn þangað), ég er á svæðinu þar sem vegurinn endar. Ég stend út við veginn og kasta bolta þegar ég heyri í hundum gelta og sé stóran grán Mitsubitchí Pajero jebba keyra á eftir þeim. Mínir rjúka til á móti og ráðast á hundana tvo, sem hörfa strax til baka enn árrásar hundarnir á eftir þeim. Ég öskra “NEI” enn verð að hlaupa á eftir þeim til að stöðva þetta og leiðrétta þá. Þá stingur kona í farþega sætinu hausnum á sér út um rúðuna og öskrar “Ég kæri þessi helvítis kvikyndi” Ökumaðurinn rýkur út og svipar í tíkina mína með taumi. Blótar og ræðst að mér með fúkyrðum um hversum slæmir hundar þetta séu og ég hafi ekkert vald á þeim. Ég er að óla mína hunda og er að skamma þau er hann kemur að mér og hrindir mér og seigist ætla að kæra mig og láta aflífa kvikindinn. Mínir verða þá frekar illir enn eru sem betur fer í ól. Þarna gerði þetta fólk mistök ! Þarna sýndi það hundunum mínum að það er ástæða að ráðast á hunda og jebba ! Ég var búinn að skamma þá og ætlaði að leyfa þeim að kynnast hinum tveim og sýna þeim að ekkert væri að óttast. Ég er alls óvanur svona riskingum og fer með hundana mína inn í bíl og sný svo aftur til fólksins og vilda ræða þetta mál. Baðst innilegrar afsökunar á framferði hundanna minna. Þar þurfti ég að svara áskönum um hvort ég væri handrukkari, fíkill eða kærulaus aumingji með hundana mína með mér uppí rúmi (hvað það kemur málinu við veit ég ekki). Á endanum gat ég skýrt mál mitt og róað fólkið niður sem náttúrulega var í móðursýkiskasti og á endanum baðst það afsökunar á framferði sýnu.
Svona fordómum þarf að eyða ! Hægt væri að krefjast hreins sakarvottorðs þegar hundur er skráður, það mundi samt ekki stoppa marga, málið er það að í öllum borgum og bæjum í heiminum er fólk með sterka hunda í vondum tilgangi. Ekki var krafist geðrannsóknar á mér þegar ég sótti um leyfi til að flytja mína inn til landsins, heldur var beðið um geðrannsókn á þeim ! Dýralækninum sem tók rannsóknina hló, þar var hann beðinn um að króa hundinn af útí horni og taka eftir hvort það kæmu einhver árásar viðbrögð. Hvaða fullorðinn Dobermann hundur mundi leyfa ókunnugum manni að króa sig af, hann væri vissulega ekki tegund sinni til sóma sem vakthundur.
Þetta sýnir smá fávisku hjá Landbúnaðarráðuneytinu sem einig gerði mér ekkert nema erfitt fyrir að flytja þá inn, ég ætla ekki að fara tala um reglurnar um innfluttning og Hríseyjar Einagrunarstöðina. Það er allt efni í betri grein.
Botninn er: Öll umræða um bann á Dobermann hundum er út í hött !!
Hertari reglur um meðferð, fræðslu og umgengi við hunda af þessari tegund og aðrar ákveðnar tegundir tek ég vel í.
Takk fyrir mig.