Hæ allir. Það er alltaf svolítið af umræðu hérna um hvort hreinr. eða blandaðir hundar séu betri einstaklingar. Mér finnst þessi umræða í sjálfu sér dálítið barnaleg þegar hún snýst um einstaka hunda sem fólk þekkir. Þeir eru að sjálfsögðu mismunandi vel heppnaðir sem einstaklingar og mismunandi vel hefur tekist til við uppeldið. Rökin fyrir því að fá sér hreinræktaðann hund ættu að vera þau að velja hund sem hentar lífstíl og fjölskylduaðstæðum tilvonandi hundaeiganda. Ef þú ert lítið fyrir miklar göngur þá velur þú hund sem þarf litla hreyfingu, ef þú ert í skotveiði þá velur þú þér veiðihund og svo framvegis. Ef við gefum okkur að þú kaupir hund af vönduðum ræktanda (sem hugsar bæði um útlit og skapgerð) þá er líklegt að þú fáir hund sem hentar þér og það minnkar líkurnar á að upp komi vandamál síðar. En síðan má ekki gleyma að blendingar geta líka verið frábærir einstaklingar, það er bara meira happadrætti hvernig stærð og skapgerð þú færð. En í staðin lifa þeir oftast lengur og eru ekki eins gjarnir að fá ættgenga sjúkdóma. En aðalatriðið sem ég er að reyna að segja er ekki koma með sleggjudóma um hundagerðir hvort sem það er um hreinræktaða eða blandaða hunda að ræða.Flestum þykir sinn hundur bestur og gáfaðastur og er það bara fínt.
kveðja polo