Mamma og pabbi fóru til útlanda um daginn og þá fékk ég það hlutverk að taka að mér hundinn þeirra fyrir fullt og allt. Ég ákvað að taka hana með mér í vinnuna þar sem hún þekkir nokkra vinnufélaga mína. Hún skemmti sér ofsalega vel. Svo kom að því að ég þurfti að skreppa með vörubíl, en strákurinn sem er á honum á líka hund sem að Trínu (hundinum mínum) líkar ekkert vel við, svo úr varð að Trína varð eftir í bílnum hjá hinum vinnufélögunum mínum, sem voru að fara upp í Víðidal að ná í túnþökur. Þeir ákváðu svo að hleypa Trínu út svo hún gæti hreyft sig aðeins, en Trína er aldrei höfð í bandi, því hún fer aldrei neitt. Hins vegar hefur henni sennilega ekki litist á blikuna þarna alein, án mín eða pabba, og hefur ákveðið að stinga af. Það var leitað að henni út um allt en hvergi sást hún. Það var um fimmleytið sem hún týndist en nokkru seinna fór ég uppeftir og við keyrðum um og kölluðum á hana þarna í kringum Vatnsendann, Breiðholt og hesthúsahverfið en hvergi birtist elsku Trína. Ég lét pabba vita og hann sagði að ég ætti bara að bíða þangað til að einhver fyndi hana og hringdi í hann. Þá fór ég bara heim búinn að fella nokkur tár. Svo fékk ég fólk í heimsókn til að halda smá gleði, þrátt fyrir að mig hafi ekkert langað til þess vegna hundsins. Seinna um kvöldið fer einn vinur út til að taka á móti fólki og viti menn, þar er Trína bara á röltinu. Hún hefur rölt frá Víðidalnum og hingað inn í Kópavog, ekki langt frá Hamraborginni á nokkrum klst (en hun var komin um 22-leytið). Um leið og hún kom inn fór hún beint í vatnið og drakk eins og ég veit ekki hvað.

Þið getið varla ímyndað ykkur hversu mikið þetta tók á, nema þið sem þekkið þetta og hafið lent í þessu. En þetta er allavega æðislegur hundur og gegnir ótrúlega vel og hefur verið mér sem systkini í 9 ár.

Ég hef aldrei velt þessu fyrir mér því aldrei hef ég haft áhyggjur af því að tína hundinum en í dag veit ég hversu erfitt þetta var. En þvílíkur snillingur er Trína að rata frá Víðidal og hingað inneftir!

Þið hin sem hafið kannski sögur endilega komið með þær :)

kv vmelsen :=)
ég Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn…..