Góðan daginn ég á 15 vikna gamlan labradorhvolp. hann er búinn að
vera á pínu flakki (3 heimili) vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ég á við
vandamál að etja en það er nag. Ef ég skil hann eftir lengur en 1 klst þá
hefur hann skemmt eitthvað þegar ég kem aftur. Ef hann er lokaður inn á
baði þá vælir hann svo að nágrönnunum er ekki bjóðandi slíkur hávaði. Ef
ég skamma hann fyrir nag þá pissar hann á sig og eyðir hálfu deginum í
að vingast við mig aftur.

1.hvernig kenni ég honum að hann má bara naga leikföngin sín?

2.Hvað má ég gera miklar kröfur til hans varðandi þjálfun og lærdóm, hvað
er eðlilegt að ætlast til þess að hann geti á þessum aldri?

bestu kv með von um skjót svör.