Hneta Kynning
Ég á skosk/íslenska Spinger Spaniel tík sem heitir Kókoshneta Doppa Nerósdóttir (Hneta). Hún er 9 ára og er fædd 25.apríl. Hneta er mjög feitur hundur. Hún er hrædd við ryksugur og þykir gaman að éta sokka.Hneta geltir alltaf ef að einhver segir ,,koma“ eða ,,Markús”.

Hvernig við fengum Hnetu
Þegar ég var 7 ára, var stelpa sem átti heima á efri hæðinni á húsinu mínu, hún átti hund sem hét Neró, Neró eignaðist tvo hvolpa með Spinger Spaniel tík, en annar þeirra dó þegar hann fæddist. Ég get ekki gleymt því þegar ég sá hana fyrst, ég var skíthrædd við hana! Hún var hálfblind og brjáluð. Pabbi hennar þoldi hana ekki. Þegar við fengum hana lá hún bara á teppinu fyrir framan hurðina að bíða eftir Neró. Þegar hún sofnaði þurftum við að lyfta teppinu upp þar sem hún svaf, þannig að það myndi ekki e-r opna hurðina á hausinn á henni.

Vandamál
Ég hef nokkur vandamál varðandi hana Hnetu mína. Fyrsta er að húb er of feit og þótt við förum með hana út að labba þá er hún svona gömul og nennir ekkert að labba mjög langt. Annað vandamálið er að Hneta var ekki fyrir löngu með hægðartemprun og við fórum með hana til læknis og það lagaðist og allt gott með það, nema núna er alveg ógeðslega lykt af henni, rassafýla og það skiptir ekki máli hve mikið við böðum hana, hún byrjaði líka að skjálfa rosalega mikið um daginn og hún gerði það akkúrat þegar hún var með hægðatemprunina en þetta er ekkert búið að gerast aftur og hún virðist ekkert vera í neinum sársauka eða neitt bara lykt af henni. Ég veit ekki hvort að hún er aftur að fá hægðatemprun eða hvað. Veit einhver hvað ég get gert, eða hvort ég ætti að fara með hana til dýralæknis.