Það að hundurinn þinn togi ekki í tauminn þegar þið eruð úti að ganga er alveg
ótrúlega mikilvægt. Það er nefnilega staðreynd að maður nennir frekar að fara út
að ganga með hund sem að kann hæl, en hund sem togar líkt og það sé hann sem
sé að fara út að ganga með mann en ekki öfugt. Af öllu sem hundurinn minn
kann er þetta án efa það mikilvægasta. Mér finnst alltaf jafn sorglegt að sjá fólk
með fullorðna hunda sem toga og toga og láta öllum illum látum í taum. Það
segir mér engin að þegar þetta fólk er þreytt að það nenni að fara út með
hundinn. Maður á ekki að standa í einhverju basli með að halda þeim hraða sem
maður vill vera á, hundurinn á ekki að ráða honum, þið eigið að gera það. Þetta
er auðvellt vandamál að leysa með smá þolinmæði og þekkingu.
Fyrst þegar ég byrjaði að kenna hundinum mínum hæl notaði ég keðjuól (öðru
nafni hengingaról), með sæmilegum árangri en hægum. Síðan sá ég þátt á
Animal Planet sem heitir “Uncle Matt” ef ég man rétt, þar sem hann var að kenna
þolinmæðisþjálfun. Þolinmæðisþjálfun virkar ótrúlega vel og HRATT. Hún virkar
þannig að í hvert skipti sem að hundurinn togar í tauminn leiðréttir þú hann og
stoppar, tekur síðan fá skref og stoppar, haldi hundurinn hæl hrósar þú honum,
ef ekki leiðréttir þú hann og bíður aðeins. Hundar eru flestir þannig að þeim
leiðist að stoppa í göngutúrum og vilja helst halda áfram, þannig að fljótlega átta
þeir sig á því að það er mun betra að ganga við hæl og halda áfram, en að toga og
þurfa að stoppa. Þetta ætti ekki að taka meira en 3-4 vikur að verða nokkuð gott
og eftir þetta er hundurinn límdur við hælinn á þér.
Ef einhver annar veit um aðra eða betri leið til að kenna hæl væri gaman að
heyra það. Munum bara að vera þolinmóð og góð við bestu vini okkar og þá
kemur þetta allt:)

Kveðja zzzofandiii