Mig langaði bara að minna á Hvuttadaga sem verða næstu helgi, ég kem þó ekkert nálægt þessu nema bara verð þarna með hundana mína ásamt fleirum (vona að mér sé fyrirgefið og ég leiðrétt ef ég er með rangar upplýsingar um eitthvað), en þarna verða hundategundir kynntar fyrir almenningi og fólki gefst kost á að spyrja ræktendur út í tegundirnar. Tilvalið fyrir þá sem eiga erfitt með að velja réttu hundategundina inn á heimilið og almennt fyrir alla sem hafa nokkru tíman átt hund, langað í hund eða haft áhuga á hundum :)

Þarna verður líka blendingabás með fallegum blendingum. Dýraverslanir verða á staðnum og dýralæknar og margt, margt fleira enda stútfull dagskrá báða dagana :)

Miðinn kostar 500 kr fyrir fullorðna, 300 kr fyrir börn frá 6-12 ára og frítt inn fyrir fimm ára og yngri. Sem sagt frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá Hvuttadaga 2003

Laugardagur
11:30-12:30 Tegundakynningar
12:30-12:50 Hundafimi
12:50-13:00 Smelluþjálfun kynnt
13:00-13:15 Leitarhundar slysavarnarfélagsins
13:15-13:25 Tískusýning frá Comfort
13:25-13:30 Kynning frá Dýrabæ
13:30-14:30 Tegundakynningar
14:30-14:40 Leitarhundar slysavarnarfélagsins
14:40-14:50 Smelluþjálfun kynnt
14:50-15:15 Hundafimi
15:15-15:25 Lögregluhundar
15:25-15:40 Leitarhundar slysavarnarfélagsins
15:40-15:50 Tískusýning frá Comfort
15:50-16:50 Tegundakynningar

Sunnudagur
11:30-12:30 Tegundakynningar
12:30-12:50 Leitarhundar slysavarnarfélagsins
12:50-13:00 Smelluþjálfun kynnt
13:00-13:15 Hundafimi
13:15-13:25 Tískusýning frá Comfort
13:25-13:30 Kynning frá Dýrabæ
13:30-14:30 Tegundakynningar
14:30-14:40 Leitarhundar slysavarnarfélagsins
14:40-14:50 Lögregluhundar
14:50-15:15 Hundafimi
15:15-15:25 Smelluþjálfun kynnt
15:25-15:35 Tískusýning frá Comfort
15:35-16:35 Tegundakynningar
16:35-16:50 Hundafimi
A.T.H. Með fyrirvara um breytingar

Þær hundategundir sem hafa boðað komu sína eru:
Papillon
Shetland sheepdog
St. Bernard
Basenji
Boxer
Cavalier
Enskur Bulldog
Chihuahua
Doberman
Chinese crested
Stóri Dani
Rottweiler
Irish Setter
Shar Pei
Gordon Setter
Silky Terrier
West Highland White Terrier
Yorkshire Terrier
Coton de Tulear
Giant Schnauzer
Siberian Husky
Enskur Cocker Spaniel
Írskur Úlfhundur (bara á laugardegi)
Weimaraner
Japanese chin
Leonberger
Pomeranian
Schafer
Rhodesian Ridgeback (bara á sunnudegi)

Sumar þessar tegundir eru sjaldgæfar hér á landi og því er þetta einstakt tækifæri til að sjá þá alla á einum stað.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hvuttadagar.net.

Kv. EstHe
Kv. EstHer