Sæl öll sömul.
Ég er hér að skrifa mitt fyrsta innlega á hunda og vona að þetta sé í lagi hjá mér
og hljómi ekki of illa.
Þannig er mál með vexti að ég á hund eins og flest allir aðrir hérna.:Þ
Hann heitir Kjáni og er algjört krútt,hann er blendingur og er ég búin að eiga
hann í 5 ár. Hann geltir ekki hann VÆLIR. Í hvert skipti sem einhver kemur heim
byrjar hann að væla eins og hann sé að tala við mann. Ég spyr hann alltaf hvernig
hans dagur var og þess háttar bara upp á djókið og hann “svarar” mér.
Ég var að spá er þetta normal að hundur væli svona mikið?
Hann hagar sér enn eins og hvolpur í hvert skipti sem hann hittir aðra hunda, og
er ég alltaf spurð hvað hann sé gamall,allir halda að hann sé hvolpur.
Er þetta normal hjá svona eldri hundi? Hann gerir ekki flugu mein samt sem áður.
Annað hann er með fótafóbíu!!!! Er það normal?? :)

Með fyrirfram þökk um góð svör
Desta