Ég tileinka þessa grein Hundinum mínum Hring. Hringur lést í gær 11.11.2003 Hann fæddist 09.11.1990 og var því nýbúinn að eiga 13 ára afmælið sitt.

Hringur var Border Collie tegund og hafði gaman af því að fara í göngur á haustin. Hestaferðalög á sumrin. Stundum skruppum við í stuttar gönguferðir um hverfið og ekki þótti honum verra að fara í fjallgöngu með mér eins og við stundum gerðum.

Ég hef áttað mig á því að það er ekkert síðra að missa gæludýr heldur en ættingja. Auðvitað er lýt ég á hann sem einn af fjölskyldunni.
Aldrei átti ég von á því að hann væri að fara frá okkur. En svo bara gerðist það. Það er ekki hægt að lýsa því hversu mikið ég sakna hans.
Veikindi hans stóðu yfir í mánuð og leið honum mjög illa undir lokinn.

Nú líður þér betur elsku Hringur minn og ert kominn á bjartari og hlýrri stað. Ég vil senda þér alla mína ást og allt það ljós sem að ég á til. Vonandi fyrirgefur þú mér hversu dapur ég er núna. Auðvitað ætti ég ekki að vera það. Þér líður miklu betur.
Og þar til við hittumst elsku vinur þá máttu vita að þú átt alltaf stað í hjarta mínu.

Guð blessi þig
Elsku litli hundurinn minn.