Við fengum Polla í Maí en hann fæddist 17.mars.Við keyptum hann af formanni tegundarinnar,Báru Einarsdóttir.Hann er American cocker spaniel.Nú er hann 8 mánaða og eigum við einn bóklegan tíma eftir á hvolpanámskeiði.

Hann er búin að ferðast með okkur mikið í sumar,og urra á stærri hunda.Á einum stað var stór blendingur sem hét líka Polli.Eftir að við byrjuðum á hvolpanámskeiðinu,geltir hann ekkert á fólk né hunda.hann á sex systkin og þau voru öll saman á námskeiðinu og tveir aðrir.

Ég ákvað að gera heimasíðu svo Fólk gæti kynnst honum.
Málið er að ég veit ekki hvað setja skal inn á hana.Þar eru nokkrar myndir en ein kemur ekki öll.Getur einhver komið með tilögu?


Hann er hræddur við gítar en geltir ekki á mýs heldur starir á þær þegar þær hlaupa framhjá honum.Pínu músagangur hefur verið heima.Í göngu einni á hvolpanámskeiði var stór brunahani.Konan,hún Guðrún sagði okkur að klappa brunahananum og hann kom alltaf nær og nær og loks alveg að,því hann treysti okkur um að allt væri í lagi.

Hann nagar ekki mikið en vill oft leika.Hann er farinn að koma strax með boltann aftur,en einu sinni fór hann bara með boltann.

Hann er líka oft mikill sníkjari en hann fær ekki neitt.Einu sinni smakkaði hann kaffið hennar mömmu,en hristi bara hausinn og hefur ekki gert það síðan,þau hann skoði alltaf kaffibollan.


Um daginn vorum við á einu svelli með hann,traust svell hann laus og ein vök við bakkann.hann skoðar hana og dettur svo með afturendann ofan í hana.2-3 hár frosnuðu og nokkur á mér líka.

Hann er farinn að læra að pissa og kúka úti,kúkar stundum inni en annars gott að hann er byrjaður að læra.Hann kann líka að setjast og leggjast og heilsa(sæll og réttir fram loppuna).


Hann var á sýningu í október og lenti í þriðja sæti og fékk heiðursborða(fjólublár).Það fannst okkur mjög gott enda er hann kominn af góðum foreldrum og ekta sýningahundur.

Látum þetta gott heita í bili og ég tek við spurningum.
Heimasíða Polla er http://kasmir.hugi.is/pollipolli

Takk fyrir.