Hundurinn minn Þegar ég var sjö ára þá fengum við fjölskyldan okkur hund. Við fengum okkur íslenskan hunda og skírðum hana Blanka sem þýðir á einhverju tungumál hvíta það var út af hún var dálítið hvít í framan. Hún er fjagra ára og verður fimm á næsta ári í febrúar. Mamma hennar heitir Tinna og ég held að hún sé tólf ára núna. Þegar hún var hvolparfull eins og maður segir þá eignaðist hún fjóra hvolpa og það voru þrjár stelpur og einn strákur. Við völdum Blönku og ég man ekki hverjir tóku hinar stelpurnar en Strákurinn seldist ekki svo þau ákvöddu að eiga hann og skýrðu hann Úlf.

Blanka er hvít í framan og og með brúnan hring í kringum eitt augað síðan er hún brún á bakinu og smá svört en skottið hennar er eiginlega allt svart nema smá brúnt. Hún er ekkert svo stór miðan við íslenska hunda en þegar hún fæddist var hún stærst en núna er hún minst.

Uppáhalds maturinn hennar er örugglega ostur og pönnukökur, hún suðar þegar meður er að borða hvaða mat sem er þanga til við gefum henni bita og við gefum henni eiginlega alltaf. Íslenskir hundar eiga að vera fjórtán til sextán kiló en hún er sautján en hún ætti örugglega að vera fjórtán eða fimmtán út af hún er frekar lítil.

Uppáhalds dótið hennar er örugglega einn blár bolti sem skólinn á og lítil mús sem heyrist tíst í. En hún dýrkar líka svona bein sem er ekki alveg bein en ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta þetta er svona alveg mjótt og það hreynsar í henni tennurnar, henni finnst það mjög gott að naga.

Við eigum myndir af henni í tölvunni en ég kann ekki alveg að flytja þær á milli en ég skal reyna einhvertíman að senda mynd af henni.

Kveðja Páll.