Hundalífið hjá Osbournes fjölskyldunni Nú ætla ég að segja ykkur frá hundalífinu hjá Osbournes fjölskyldunni sum ykkar vita allt um það en núna ætla ég að segja frá því.

Osbournes fjölskyldan á heima í Beverly hills og það mætti halda að þau eigi óteljandi hunda. Þau eiga alveg fullt af hundum mest af kjölturökkum og hér koma þeir fram.

Sharon á fleiri enn einn hund en hún dýrkar mest Pomeranian hundinn Minnie sem er hvítur og hún tekur hann með sér hvert sem hún fer.

Síðan elskar Ozzy einn sem er Japanese Chin hundur og er brúnn og hvítur og heitir Madalena Maggie og er kölluð Maggie.

Kelly dóttirinn hefur aldrei verið mikið spennt í hundana en ég held að henni finnst Chihuahua hundurinn Martin skemmtilegastur og sætastur, hann er dálítið brúnn í framan og það gæti verið að hann sé brúnn á maganum en annars er hann að mestu leiti svartur.

Jack sonurinn á hund sem heitir Lola eða hann á náttúrlega fleiri með fjölskyldunni en hann dýrkar mest Bolabítinn sem heitir Lola og er frekar stór og feit og er brún, hvít og dálítið bleik í aldlitinu.

Síðan er það hundurinn lulu sem ég veit ekki því miður hvaða tegund hún er en ég held að hún sé einhver blanda en hún er að mestu leiti svört og það gæti verið að hún sé dálítið hvít á maganum en ég veit það ekki.

Síðan eiga þau annan Japanese Chin hund sem er svartur og dálítið hvítur sem heitir New baby eða það stóð á Osbournes netsíðu. Ég veit að þau eiga líka alveg fullt af fleiri hundum en þessir mindi ég telja vinsælasta en það er einhver hvítur sem heitir Arthur (kann ekki að skrifa það) sem ég veit ekki heldur hvaða hundategund er en hann er hvítur og er með mjög mikið af hárum.

Pomeranian hundurinn Pippi sem ég var næstum búinn að gleyma er alveg svartur og kemur þó nokkuð oft í þættunum en hann er svo svartur að það sést ekkert í framan í hann í þættunum.

Svo er það ein frétt sem ég vil segja að lokum sem vinur minn sagði mér að það gerðist fyrir dálítlu síðan að það komst sléttuúlfur í garðinn þeirra og náði einhverjum Chihuahua hundi og hann dó því miður síðan náði sléttuúlfurinn Pomeranian hundinum Pippi en Ozzy náði einhvernveginn að bjarga honum, samt ég veit nú ekki alveg hvort að þetta er satt út af ég held að þau áttu bara einn Chihuahua hund sem heitir Martin sem er á lífi en það gæti verið að þau áttu annan sem dó af sléttuúlfinum.

Kveðja Páll.