Franski bolabíturinn:

Franski bolabíturinn var upprunalega þróaður í Englandi til að vera smækkaður enskur bolabítur.Árið 1860 fluttu franskir hundaræktendur inn nokkra svona “litla bolabíta” frá Bretlandi og blönduðu þeim við franska terrier hunda. Frakkar urðu svo hrifnir af þessari blöndu sem þeir gerðu, að þeir eignuðu sér tegundina alveg og skýrðu hana franska bolabítinn (France Bulldog).


Ameríski bolabíturinn

Þökk sé manni að nafni, John D. Johnson lifir ameríski bolabíturinn enn í dag. Eftir að hann kom frá WW II var hann mjög vonsvikin að finna það út að ameríski bolabíturinn líkt og enski mastiffinn var nánast að verða útdauðir. Hann leitaði út um allt af bestu amerísku bolabítunum og ræktaði þá.
Ameríski bolabíturin er með lengri fætur, grennri og með sneggri hreyfingar en frændi hans, enski bolabíturinn.Hann er mjög massaður, sterkbyggður hundur með stóran og kraftmikinn haus og kjálka. Hann er mjög sterkur en samt lipur og frár á fæti.
Ameríska bolabítnum ætti aldrei að rugla saman við öðruvísi tegundir eins og American Stafford Terrier eða American Pitt Bull Terrier. Ameríski bolabíturinn er hugrakkur og ákveðinn hundur en þvert í frá óvinveittur. Þessi tegund elskar börn.



Alapaha Blue Blood Bolabítur

Alapaha Blue Blood Bolabítur er mjög sjaldgæf tegund,nærri útdauð. Það eru um 120-150 hundar til um heim allann. Þessi tegund er afleiðing 3 kynslóða af gömlu ræktunar prógrammi frá PaPa Buck Lane of Rebecca,Georgia,Usa. Þegar prógrammið byrjaði um 1800 þá var ætlunin að bjarga “plantation dog” frá Southern Georgia sem var þá að deyja út. Þessi fágædda bolabíta varðhundatýpa kemur frá hundi sem hét Ottó og var í eigu Buck Lane.
Upprunalega frá enskum bolabítss stofni, voru forfeður þessara hunda fjárhundar til að smala kindum og svínum, en Alapaha Blue Blood bolabíturinn er eingöngu ræktaðir til varðhunds og selskapar. Allir Alapaha Blue Blood bolabítar verða vera skráðir í ARF (Animal Research Foundation) áður en hundurinn er skráður annað.



Gamli enski bolabíturinn (Olde English Bulldogge)

Gamli enski bolabíturinn er mjög ný og sjaldgæf tegund gerð af David Laevitt með því að blanda saman ½ enskum bolabít og ½ bullmastiff, pit bull og amerískum bolabít. Árið 1971 varð hann laus við galla enska bolabítsins s.s öndunarerfiðleikana. Markmið David var að rækta hundana til að líta út eins og þeir voru á 18 öld en með geðslag nútíma bolabítsins, heilbrigðari,án öndunarerfiðleika, eða annara galla sem bolabíturinn er þekktur fyrir.



Upprunalegur enskur bolabítur (Original English Bulldogge)

Upprunalegi enski bolabíturinn kom frá Skotlandi árið 1946 með fjölskyldu sem hét Wilkinson til Kanada. Ræktunin hafði verið einungis hjá þessari Wilkinson fjölskyldu í margar kynslóðir. Þessir hundar eru endurskapaðir hundar heldur upprunaleg tegund, í beinann legg frá upprunalega bola-bíta tegundinni.
Þessi tegund er trygg, hugrökk og óttalaus. Þeirra mikilvægustu kostir eru heilsa, skapgerð, langlífi og tryggur. Hundunum líkar best að lifa innandyra með fjölskyldu.



Victorian Bolabítur

Árið 1985 í London byrjaði ræktunar prógramm, stjórnað af Mr. Ken Mollet. Mr. Mollet fannst leiðinlegt að sjá svona marga óheilbrigða bolabíta og vildi endurheimta upprunalega, hærri, hraustari bolabítinn frá 18 öld. Hann notaði aðeins bolabíta-tegundir skráðar hjá UK Kennel Club,hann byrjaði að blanda saman stafford, bullmastiff, bull terriers, og hraustustu ensku bolabítana sem hann fann. Með samvinnu af gömlum myndum, styttum og gömlum skrifuðum lýsingum af bolabítum byrjaði hann að endurskapa bolabítinn. Mr. Mollet kallaði sköpunarverkið Victorian Bulldog.



Heimildir : Ég þýddi þetta fyrir heimasíðu enska bolabítsins sem mun vera tekin í notkun um jólin. Bulldogsworld.com