Sæl og blessuð.
Ég ætlaði að segja ykkur frá hundinum mínum. Hún er tík og heitir Ninja réttara nafni Skutuls-Ninja. Hún er Cavalier King Charles Spaniel tegund eða Kalli prúði eins og það stendur í hundabókum á íslensku. Hún fæddist á Skutulsfirði á Vestfjörðum þann 20. júlí 1988. Hún er svört og hvít og með brúnar augnbrýr. Ég fékk hana svo það er að segja fjölskyldan mín(mamma,pabbi og bróðir minn) og hún var strx elskuð og dáð. Ninja var alltaf mjög þæg og góð í æsku en hún er alltaf að vera betri og betri og geltir ALDREI.
Hún hefur takið þátt í þremur hundasýningum og tvisvar unnið gullverðlaun sem besti hvolpurinn í hvolpaflokki og það sem meira er er að hún varð svo í þriðja sæti í fullorðinsflokki sem er frábær árangur.
Fyrir tveimur árum eignaðist hún sex hvolpa með hundi af sömu tegund en hann heitir Robin. Allir hvolparnir voru í góðri heilsu þegar þeir fæddust en það þurfti að blása lofti í einn og hann komst lífs af sem betur fer. Núna eru allir hvolparnir ánægðir og í fínu formi hjá nýjum eigendum sem allir elska sinn hvolp.
En núna í sumar gerðist eitt mjög leiðinlegt og sorglegt fyrir hana Ninju. Hún var með einhvern erfðagalla sem leiddi til þess að hún missti heyrnina. Það var alveg ömurlegt.
En við fjölskyldan urðum að taka þessu og horfa á björtu hliðarnar en núna er Ninja svo rosalega góð og ánægð að ég held að hún hafi gleymt heyrnleysinu.
En allavegana hérna er stutt lysing af ævi Ninju ég vona að þið hafið haft gaman af að lesa hana.
Kveðja gunrun