Litli hundurinn minn er orðin of háður mér. Ég má orðið ekki hreyfa mig innan hús án þess að hún elti mig, ég þarf orðið að passa mig í hverju skrefi svo ég stígi ekki ofan á hana. Og ekki skánar það ef ég fer út, hún er ónýtt ef hún fær ekki að koma með.
Frekar vill hún bíða í bílnum en heima, tek það fram að hún er aldrei ein heima, það er alltaf einhver hjá henni, en lífið er samt ómögulegt ef mamma hennar er ekki þar.
Nú langar mig að vita hvort þið hafið lent í þessu og hvort að þetta sé tímabil hjá þeim á meðan þau eru hvolpar eða hvort þetta sé eitthvað sem ég þarf að stöðva áður en það verður of mikið??? Þetta er auðvitað ósköp sæt á meðan þau eru lítill. ennn.!!


Annars er hún alveg yndisleg, búin að læra allt nema ganga hæl.
Hún heilsar, gefur five og hi five. Sest, leggst, fer á bakið,rúllar, sækir og gefur, kyssir, pissar og kúkar úti, lætur vita ef hún er í spreng. Kann að stoppa ef henni er sagt að vera góð, þó svo að hún sé í miðjum hamagansleik. Hún er orðin annsi fær í að leita af hlutum ef þeir eru faldir.

og hún er rétt að verða 5 mánaða. Mér finnst hún sko gáfaðisti hundur sem uppi hefur verið.
Hún trúir því reyndar að hún sé að fara með okkur í göngutúr en ekki við hana, svo að hún heldur alltaf í tauminn með kjaftinum og töltir með nefið út í loftið þegar hún gengur, og auðvitað gengur hún á undan okkur…….
hún er yndislega kelinn hundur, sem finnst ekkert betra en að láta knúsa sig, klappa og strjúka.


Þessi elska hegaðar sér á allan hátt eins og sannri prinsessu sæmir.:)