Ég hef alltaf haldið að ef fólk ætti hund þá þætti því vænt um hundinn amk myndi mér ef ég ætti hund (heimilisaðstæður leyfa það ekki því miður :c() myndi mér þykja jafn vænt um hann eins og annan fjölskyldumeðlim.
Hinsvegar skil ég ekki að ok ef að viðkomandi þykir virkilega vænt um hundinn afhverju í ósköpunum treður viðkomandi hundinum í “skottið” þegar hann fer með hundinn í bíltúr? Ég sé þetta svo oft í umferðinni (síðast í gær) þar sem fólk lætur hundinn í “skottið”, dýrið hefur eiginlega ekkert pláss til að hreyfa sig og það þarf ekki annað en SMÁ aftanákeyrslu til að hundurinn drepist eða slasist það alvarlega að það þarf að svæfa greyið!

Afhverju gerir fólk þetta? Ef fólk vill ekki hundahár í bílinn þá á það einfaldlega ekki að taka hundinn í bílinn eða setja bara þá teppi eða plasthlíf yfir sætin aftur í! Er það svo mikið mál?!

*pirr*

Hvað finnst ykkur?

JettyIS