já eins og titill greinarinnar gefur til kynni þá er ég kominn í stríð.
Andstæðingurinn 2ára schafer sem neitar að borða matinn sinn. Ég er
með vopn eins og túnafisk, kæfu og blautmat sem ég set útá kornin hans.
Hann hefur mun öflugra vopn “þrjósku”. Það skiptir engu máli hvað ég geri
eða geri ekki, hann virðist ekkert hafa áhuga á að borða, háir honum
ekkert sjáanlega, hann hleypur leikur sér o.s.f.
hey já úpps til að fyrirbyggja misskilning þá borðar hann að sjálfsögðu
daglega en bara ekki næstum nóg. Ég hef verið að mæla það og það eru
um 350 gr kannski 400? Dýralæknastofan í Garðabæ segir að 550-600gr
sé nærri lagi fyrir hann, með tilliti til þeirrar miklu hreyfingu sem að hann
fær. Hann er í grennra lagi og ekki nema 33-34kg þannig að hann mætti
alveg borða aðeins meira. Ég er ekki alveg tilbúinn að gefast upp strax og
tel að hann sé að gefa sig og byrja að borða:) Þætti gaman að heyra hvort
einhverjir hafi svipaðar sögur að segja og þá hvernig þær fóru………….