Þetta fann ég og fannst svolítið skemmtilegt…

Það getur verið mjög broslegt að hlusta á ráð annarra, hvernig velja skuli hvolp. Það eru til margar leiðir til að velja sér hvolp. Ég hef heyrt margar athyglisverðar leiðir nefndar. Einn nafntogaður hundamaður sagði; “Það er ómögulegt að velja rétta hvolpinn. Ég set bara höndina einhversstaðar inn í hvolpahrúguna og tek einhvern.”

Ein kona sagði að hún veldi þann hvolp sem fyrstur kæmi að matarskálinni þegar kallað væri í þá.

Einn sagðist velja þann hvolp sem þéttast stæði við lappirnar á sér.

Þetta finnst mér vera mjög furðulegar leiðir til að velja sér hvolp sem mun eyða næstu 10 til 15 árum með manni.

Eitt er nú samt satt í þessu, að það er ekki til nein ein örugg leið til að finna nákvæmlega þann hund sem þú ert að leita að. Það er ekkert öruggt með að þú fáir endilega besta hvolpinn úr gotinu. Hvolparnir eru, eins og við, lifandi verur sem geta verið tilviljunarkenndir og óútreiknanlegir. Við getum ómögulega vitað neitt með fullri vissu um þá frekar en um það fólk sem við umgöngumst dags daglega. Allt lifandi getur verið breytingum undirorpið, hvort sem það eru dýr eða menn. Þó að þetta sé nú svona þá hefur áralöng reynsla marga, sem fylgst hafa með uppvexti hvolpa og þeim breytingum sem hvolpar taka út, kennt okkur ýmislegt sem vert er að hafa í huga.