Afhverju í ósköpunum er fólk að láta hundana sína eignast afkvæmi ef það kemur þeim síðan fyrir á skitnum heimilum þar sem öllum er sama um þá,
DÆMI: Ég var að koma heim úr bíó, á pirates of the carabbian, fór á myndina klukkan 22:30, þarafleiðandi er ég að labba heim um svona 00:00-00:30 með tveimur vinum mínum(allir eigum við hund), svo á leiðinni heim (dágóður spotti) sjáum við vinirnir hund, labbandi yfir götuna, ekki í ól eða neinu.. svo við ákveðum að reyna að fá hann til okkar.. til þess að sjá hvort hann sé merktur, komumst að því að hann er merktur, en stendur VOÐALEGA illa hvar hann á heima, og svo stendur EKKERT símanúmer en nafn hundsins var mósarz.. (sást ílla og við náðum bara þessum stöfum)
Allaveganna, við ákveðum að labba bara áfram, og vona að hann sé á leiðinni heim, enda héldum við að gatan sem hann býr í.. væri í áttina sem hann er að labba. Svo komum við að útidyrunum hjá okkur, og við ákveðum að skoða betur merkið hans, og reyna að fylgja honum heim. Þá komumst við að því að hundurinn á heima hálfa leið niður í bíó aftur, en við segjum bara við sjálfa okkur “jæja, okkur veitir ekkert af göngunni” og ákveðum að labba með hann heim. Svo þegar við komum að húsinu (að við héldum/höldum allaveganna) sjáum við ól, en ekki neina merkingu á húsinu sem segir númer hvað það er.. þannig við ákveðum að banka (klukkan farin að ganga 02:00) en það gengur ekki, svo sáum við að hundurinn lagðist niður og horfði á hurðina og beið eftir að einhver kæmi, meira að segja klóraði í hurðina greyið. við vorum þarna hjá húsinu í svona korter, tuttugu mínótur, þá förum við á neðri hæðina og bönkum þar, sama gerist.. enginn heima. Núna vorum við alveg í rusli yfir því hvar greyið hundurinn ætti að vera í nótt, en við komumst að þeirri niðurstöðu að láta hann bara vera þarna og fara heim (ykkur finnst þetta kannski viðbjóðslega illa gert af okkur, en við erum 3 16 ára drengir og ekki beint þær týpur sem eiga að vera að hanga úti til klukkan 03:00).
Svo löbbuðum við heim, og hér er ég staddur, kvíðinn og hræddur um að greyið hundurinn verði fyrir bíl í nótt, eða það sem verra er.. eigandinn komi heim, og týni honum svo bara aftur.

Það sem ég er að meina með þessari grein er það, að afhverju fær fólk sér hund þegar það kemur til með að hugsa ekkert um hann og gefa skít í hann þegar hann er tíndur úti klukkan að verða eitt?

Og svo var það annað, ef þetta gerist aftur, að við/ég finnum hund á röltinu úti.. og enginn svarar heima, hvað getum við gert?

(Ég bý á Akureyri)

Kv. “Ég er ekkert svo- vondurrr”