Mig langaði bara að fá ráð. Ég á stóran og mjög svo félagslyndan hund (2 ára dobermann). Nú er yfirvofandi fjölgun í fjölskyldunni. Hvernig er best að undirbúa það? Ég skal viðurkenna að ég er pínulítið smeykur varðandi hvernig hundurinn bregst við nýjum fjölskyldumeðlim … ég er búinn að heyra ýmislegt, t.d. að það eigi að taka hundinn út af heimilinu í smá tíma og svo öfugt.