Ég hef tekið eftir því að margir eru á þeirri skoðun að ef 2 hundar eru með derring út í hvorn annan, þá sé best að láta þá útkljá málin milli sín með slagsmálum. (gera upp goggunarröðina) Þetta er alger firra og ætti ekki að viðgangast. Ef hundurinn virðir goggunarröðina á heimili sínu á eigandinn að banna honum að slást. Sumir segja: en svona er þetta í náttúrunni! BULLSHIT! Í náttúrunni myndi forustuhundurinn ráða hvort það eigi að stugga við óvelkomnum einstaklingi eða ekki og vonandi eru flestir hundaeigendur í forustuhlutverkinu gagnvart sínum hundi. Þannig að ef hundar eru með derring bannið þeim það skilyrðislaust. Einnig er gott að benda á að hundar eru oft árásargjarnari þegar þeir eru í taum heldur en þegar þeir eru lausir. Að vera ábyrgur hundaeigandi er ekki bara að gefa hundinum að borða og fara út að ganga með hann, það er líka á þinni ábyrgð að kenna hundinum umgengisreglur sem gera honum kleyft að spjara sig í borgarsamfélagi.
polo
ps. Ekki má rugla saman slagsmálum og eðlilegum samskiptum milli hunda þar sem þeir eru bara að skoða hvorn annan. Það er ekki heldur gott ef eigandinn forðast að leyfa hundinum sínum að umgangast aðra hunda. Það gerir hunda taugaveiklaða.