Sælir hundaunnendur!

Ég hef lengi spáð í því að fá mér hund en hef alltaf verið á þeim buxunum að þeim fylgir of mikið aðhald, þ.e. mikill tími, mikill peningur. En nú spyr ég ykkur fólkið gott hvernig hund á ég að fá mér. Ég vil helst ekki fá mikið af hárum út um holuna mína og ekki ýlfur allar nætur, ég vil fá rólegan hvolp sem í senn býður upp á marga möguleika. Hvað mælið þið með?

Ég átti hund þegar ég var lítill gutti sem hét Neroxus en það fór svo í mig þegar hann lést að ég hef aldrei trest mér að fá hund aftur en ég held að tíminn sé kominn!