hæ ég held ég eigi í smavanda með mósa minn. Ég skrifaði um daginn því hann hljóp alltaf í burtu frá mér. Jæja hann hætti því, en í kvöld þegar ég hleypti honum út þá hljóp hann strax í burtu frá mér og vildi ekki hlýða þegar ég kallaði á hann. Svo náði ég í hann og dró hann inn ( því hann vildi ekkert fara, bara vera úti og hlaupa eitthvert) og þegar við vorum komin inn og ég skammaði hann og sagði honum að fara upp þá urraði hann á mig. Þá skammaði ég hann aftur og fór inn í íbúð með hann og hann urrar á mig aftur svo ég opna eitt herbergið og set hann inn og hann urrar aftur á mig. Ég lét hann vera inni í herbergi í korter-20 mín og hann var voða góður þegar hann kom fram, og ég tek það fram að ég loka hann aldrei inní herbergi nema þegar hann urrar og það hefur komið fyrir 1-2 sinnum áður. En ég er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi að hafa áhyggjur eða hvort þetta er eitthvað tímabundið. Ég er með 6 mánaða gamalt og því vil ég fá ykkar álit á þessu.

kv.
spotta