Fagna nýjum reglum um dýrahald Samband dýraverndunarfélaga

Fagna nýjum reglum um dýrahald.


Umhverfisstofnun hefur birt nýjar viðmiðunarreglur um dýrahald í atvinnuskyni fyrir katta- hesta og hundahald. Í fréttatilkynningu frá sambandi dýraverndunarfélaga Íslands, SDÍ, er því fagnað að settar hafi verið nákvæmar viðmiðunarreglur um hundahald í atvinnuskyni sem sárlega hafi skort.
Í reglunum er að finna skrár yfir stærð búra og fjölda hunda sem mega vera í hverju búri. Ekki má hafa fleiri en sjö smáhunda í einu búri og ekki fleiri en fimm hunda á bilinu 10 - 20 kg í stíu. Þá skal miðað við að hver starfsmaður í fullu starfi á hundaræktunarbúi annast ekki fleiri en 8 hunda og á hundahóteli séu eigi fleiri en 12 hundar á starfsmann.
Í nýju reglunim segir m.a. að einu sinni í mánuði skuli kerfisbundið leitað að maurum, lúsum og flóm í feldi dýra. Skrá skal slíka meðhöndlun í dagbók og heilsufarsbók dýrsins. Í tilkynningu frá SDÍ segir að hér sé um mjög þarft nýmæli að ræða.


Pikkað upp úr Morgunblaðinu, 24.07.2003 bls 10

Ég get nú ekki sagt annað en mikið var :-)

Það eru meiri upplýsingar um málið á www.dyravernd.is
kv,