Hæ,

ég vildi bara aðeins segja ykkur frá því þegar við Simbi (hundurinn minn, pomeranian) löbbuðum upp Esjuna!
það var á fimmtudaginn ef ég man rétt.. og þetta er ekki í fyrsta sinn sem simbi labbar upp.. og allt fólk sem við mættum á leiðinni var alltaf að spurja hvort hann væri ekki þreyttur og hvort hann meikaði þetta alveg útaf hann er svo lítill!! við löbbuðum alveg uppá topp og ég þurfti reyndar að klöngrast upp kletta með hann í fanginu.. ekki neitt voða auðvelt en e-rnveginn varð ég að gera það.. og hann var svo æstur að komast áfram að ef ég setti hann niður þá reyndi han að klifra í klettunum og náði nú reyndar stundum að klifra ótrúlegustu hluti.. líka miðað við stærð sko.. :þ
svo fórum við niður og þá hlupum við eins og vitleysingar.. stoppuðum svo við læk.. og ég setti simba undir hann og hann var rennandi blautur.. og svo loks vorum við komin alveg niður.. þetta tók alveg e-rja 5 tíma sko..

og svo ekki daginn eftir heldur hinn þá vaknaði ég og kallaði á simba og hann kom aldrei.. og ég skildi ekkert í því.. og fór inná bað á klóstið og þá lá hann þar.. en hann stóð ekki upp.. (hann sko kemur alltaf til manns um leið og mar sest á klóstið og lætur klappa ser á meðan mar pissar :þ) og hann gerði það ekki.. hann stóð ekki upp.. bara hristi skottið og vildi koma til mín samt…!! og svo tók ég hann upp og hann vældi eins og ég veit ekki hvað.. og hann hefur verið sona áður.. þá voru það beinverkir.. svo ég hélt hann væri komin með þá aftur.. og mamma hringdi á læknir.. og þá sagði læknirinn hvort hann væri búin að vera e-ð að reyna á sig nýlega.. og mamma sagði honum frá Esjunni og þá sagði læknir “jájá.. þetta eru bara harðsperrur” hehe.. :þ
ég vissi ekki einu sinni að hundar fengu harðsperrur.. ég hef svosem aldrei huxað útí það.. en það bara kom mér soldið á óvartt því það mátti ekki snerta hann.. valla klappa honum.. hann var sko að deija úr harðsperrum greinilega.. greijið..! en hann lifði þetta nú af.. og ég er að huxa um að labba aftur upp bráðum með hann.. bæði hann og ég höfum gott af því!!

ég mæli með að þið farið með hundinn ykkar uppá Esju.. eða kanski e-ð annað…!! allavegna.. þá sýnist mér hann (og ég) hafa mjög gott af þessu! þar sem ég hef lítinn tíma og get ekki farið að labba með hann daglega.. þá finnst mér þetta bæta það soldið upp.. :)
"