Það vekur undrun mína að ekki skuli vera ein einasta ruslafata,í Hafnarfirði þar sem hundaeigendur geta losað sig við hundaskítinn á öllum þessum gönguleiðum um bæinn.Fólk verður að bera þetta með sér heim í ruslið.Ég hélt að Hafnarfjörður væri nútíma bær,eins og nágranna bærinn okkar Kópavogur,þar er allt miklu meira til fyrirmyndar.Ég gekk þar um daginn með fleiri hundaeigendum um Kópavogsdalinn,og alveg útá Kársnesið,og þar eru ruslafötur á hverju strái,og hægt að losa sig við pokana.Fullt er af hundaeigendum í Hafnarfirði og fyndist mér að bærinn ætti að sjá okkur fyrir ruslafötum, þar sem við erum á göngu með hundana, svo að við getum haldið áfram að vera til fyrirmyndar og þrifið upp skítinn eftir hundana okkar.Eða eigum við hundaeigendur í Hafnarfirði að fara á göngu í Kópavogi eða öðrum nágrannabæum.