Fyrir um það bil 3 og 1/2 ári eignaðist ég hund, Border Collie, sem hét Caesar (Sesar). Við fengum hann þegar hann var 2-3 mánaða… og váááááá krúttið!!!! Hann var alltaf mjög ljúfur, nagaði aldrei neitt og lærði um leið að hann ætti ekki að pissa eða kúka inni. Allavega þá var þetta ÓTRÚLEGA sjarmerandi hundur, rosalega skemmtilegur og gáfaður. Border Collie hundar þurfa náttúrulega mjög mikla hreyfingu, en við búum í Kópavogi þannig að hann getur ekki verið að hlaupa neitt rosalega mikið laus. Við tókum samt uppá því að fara á svæði (fótboltavöll eða eitthvað annað) og hentum til hans bolta sem hann hljóp á eftir og sótti handa okkur. Með þeim hætti fékk hann mjög góða hreyfingu og þetta var það skemmtilegasta sem hann vissi.
En það var eitt rosalegt vandamál með hann… í byrjun vildi hann bara ekki láta klappa sér þegar hann lá en svo gerðist það að hann beit systur mína. Og svo þróaðist þetta á löngum tíma og hann beit fleiri. En við vildum samt ekki láta svæfa hann því hann var samt svo rosalega skemmtilegur, og það var alls ekki eins og hann væri alltaf að bíta eða urra… gerðist mjög sjaldan, en samt, það gerðist og það á náttúrulega alrei að gerast!!!!:(
Þegarhann beit vinkonu mína þá ákváðum við að gefa honum eitt síðasta tækifæri og fara með hann til svona “hunda-atferlisfræðings” eða í einkatíma til konu einnar. Þeir gengu vel, gengu útá að við áttum að hætta að sýna honum svona mikla athygli (þessi hundur var alvarlega athyglissjúkur;)… hann var s.k. ryksugan á heimilinu, við notum hana þegar við þurfum á henni að halda en annars er hún bara þarna. Við fórum eftir þessu en það var nú frekar leiðinlegt og erfitt. Og svo tókum við á því að hann vildi ekki láta kemba sér. Þannig að við bundum hann þannig að hann gat ekki náð í okkur og svo bara kembdum við honum. Þegar hann var duglegur þá fékk hann nammi en ef hann var óþekkur og að urra þá sprautuðm við vatni framan í hann. Þetta var samt enginn smá hundur, hann var stór fyrir að vera Border Collie, 25 kíló og ÓTRÚLEGA sterkur. En á endann þá urðum við að hætta þessum einkatímum því konan sagði að nú væri þetta allt undi hann og okkur komið, hún gæti ekki gert meira.
Hann beit ekki neinn aftur en ég, 16 ára stelpa, var alltaf að passa hann sem var mjög óþægilegt og erfitt, bæði fyrir hann og mig, þegar gestir komu í heimsókn þurfti að loka hann inní herbergi. En ég tek það fram að þessi hundur var einstaklega skemmtilegur og sjarmerandi, það var bara ekki hægt að treysta honum.
Svo gerðist það fyrir nokkrum mánuðum að hann steig ofan á glerbrot og þófurinn á honum rifnaði allur. Hann var saumaður saman en dýralæknarnir ráðlögðu samt foreldrum mínum að það væri best að svæfa hundinn, ekki vegna meiðslunum heldur vegna þesshvernig hann lét( foreldrar mínir höfðu sagt frá því, og það var líka alltaf notaður múll þegar hann fór til dýralæknis).
Þau sögðust íhuga það en svo kom Caesar heim og var að jafna sig. Eftir að hann læknaðist var hann mjög tortrygginn… vildi ekki koma með manni út þótt það var það besta sem hann vissi. Það virtist sem hann hélt að við hefður verið að svíkja hann með því að fara með hann til dýralæknis og ætlaði ekki að láta það gerast aftur. Þá ákváðu foreldrar mínir að við myndum láta svæfa hann, en samt ætluðu þau að bíða smá því ég var að fara að byrja í samræmduprófunum og það hefði verið alltof erfitt að læra undir þau ef ég væri svona leið.
Hann var svæfður fyrir um það bil 2 vikum og það er ekkert smá tómt hérna heima núna… ég er lítið búin að gráta en finnst samt eins og ég sé tóm inní mér… er alltaf að dreyma eitthvað um hann, það er eins og undirmeðvitundin mín sé að reyna að segja mér eitthvað. :(
Allavega langaði bara að segja frá honum… hann á það svo sannarlega skilið! Ég á eftir að sakna hans geðveikt í langan tíma og aldrei gleyma honum!!!