Jæja, þá er komið að þeim degi sem allir hundaeigendur hræðast mest, en því miður er óumflýjanlegur. Nú á að svæfa besta vininn sökum aldurs og veikinda.

Margir sem aldrei hafa átt dýr geta ómögulega skilið hvernig þetta getur verið erfitt, en við dýravinirnir skiljum að við erum að kveðja einn úr fjölskyldunni.

Núna sit ég og bíð eftir dýralækninum sem ætlar að koma og gefa henni Tátu minni síðustu sprautuna, sem betur fer heima hjá okkur svo að við getum grafið hana hjá hinum gæludýrunum í garðinum.

Núna verður mjög svo tómlegt í kofanum en hún mun aldrei fara frá okkur og kannski síðar munum við fá okkur annan hund til að gleðja okkur og halda félagsskap.

Það er sárt að missa besta vininn, en öll árin sem hún gaf okkur verða aldrei tekinn af okkur aftur og mun ég því minnast hennar á hverjum degi.

Maður hefur gengið í gegnum þetta áður og sagt “aldrei aftur”, en hundar eru einfaldlega of yndisleg dýr til að geta verið án í lífinu.

Vertu sæl Táta mín.
JReykdal