Skemmtileg saga Hundurinn Babe, af Terrierkyni, var bjargað af slökkviliði og dýralækni eftir að hann náði á ótrúlega heimskulega hátt að festa sig inní þvottavél. Raunir Babes hófust þegar hann í ævintýraþrá sinni klifraði uppí tromluna á þvottavél eiganda síns sem búsettur er í Suður-Wales. En ævintýrið snerist uppí martröð þegar eigandinn ætlaði að ná honum úr vélinni því þá hafði hann fest sig í holunum sem eru í tromlunni og þurfti eigandinn að hringja í slökkviliðið til að fá hjálp. Þegar slökkviliðið kom á staðinn og ætlaði að bjarga Babe litla klóraði hann þá og reyndi að bíta. Því var dýralæknir kallaður til sem klippti allar klærnar af Babe þannig að hægt væri að bjarga honum. “Þetta var svolítið flókin aðgerð” sagði einn slökkviliðsmannanna og bætti svo við “En sem betur fer slapp Babe nánast ómeiddur úr þessum háska, hann varð að vísu svolítið hvumpinn en það fer víst fljótt af honum”.