Fyrir nokkrum mánuðum eignuðumst við alveg yndislega Border collie tík en við fengum hana á 25.000 kr vegna þess að hún er ekki ættbókarfærð. Síðan við fengum hana hefur gleðin aldrei hætt.

Hún er mjög fljót að læra og mjög áhugagjörn um allt saman og mjög forvitin. Svo fórum við í bíltúr útá Blómsturvelli (það er stórt tún þar sem mar getur komið með hundana sína og svo geta þeir synt í sjónum) en þá komumst við að því að hún er mjög bílveik. Aumingja stelpan byrjaði að slefa þannig að það byrjaði hreinlega að leka útúr henni í bunum(án gríns). Þá þorðum við ekki að fara með hana í bíltúr í nokkurn tíma. Svo sagði Einn mar okkur frá því að hann hefði gefið hundunum sínum mjög daufar sjóveikis pillur og að það virkaði alveg. Núna höfum við prófað þetta nokkrum sinnum og það svínvirkar.

Það er frábært að geta farið með hana þarna úteftir þar sem henni finnst svo gaman.

Ég vona að þessi grein hjálpi einhverjum sem á við þetta vandamál að stríða. Best wishes :)
In such a world as this does one dare to think for himself?