Hæ, þannig er að ég bý í Danmörku með fjölskyldunni minni og okkur langar öllum svo svakalega í hund, en það sem stoppar okkur aðallega er að ef við ákveðum að flytja heim þá þarf hann að fara í sóttkví í Hrísey. Er einhver sem hefur þurft að flytja inn hund sem getur sagt mér hvernig það gekk og hvað hann var lengi í Hrísey? Er mismunandi eftir hundategundum hversu mikið þeir þola, okkur langar mest í doberman, boxer eða “síberíuhund”. (svona sem er alveg eins og úlfur, bara loðinn;)