Sæl
Eftir 4 tíma á hundasýningunni í dag komst ég að því að þær eru ógeðslega leiðinlegar! Ef að maður þekkir ekki hundinn sem er að keppa deyr maður úr leiðindum eftir um það bil klukkutíma. Ekki það að ég sé á móti sýningum síður en svo, mér finnst bara ekki gaman að horfa á þær. Skemmtilegast við þær eru viðbrögð fólksins í hringnum þegar það fær dóm á hundinn.
Aftur á móti finnst mér rosalega gaman að horfa á keppnir í hundafimi og hlýðni. Þær eru með fjöri, oftast óumdeildum sigurvegara, ekki byggðar á geðþáttaákvörðun dómaranna og sína af alvöru hvort um góðan hund sé að ræða. Gallinn við hundafimi er að voða fáir stunda hana, því miður. Ég er sjálfur nýlega byrjaður í henni og skemmti mér sennilega betur en hundurinn, en hann skemmtir sér konunglega. Þetta er ódýrasta námskeiðið sem að h.r.f.í bíður upp á, 8 verklegir tímar á 6,000 kr og síðan frítt þökk sé styrktaraðilla. Ég hvet alla til að kynna sér málið hjá íþróttadeildinni og taka þátt, þið sjáið ekki eftir því!
Kveðja zzzofandiii