Ég hef nýlega flutt elskulegan hundinn minn til Íslands og er heildarkostnaðurinn kominn í hátt á þriðja hundruð þúsund. Kostnaður við einangrun í Hrísey er í kringum 160.000 kr, svo voru endalaus útgjöld varðandi nauðsynlegar læknisskoðanir og sýnatökur, og flutning á milli landa.
Þetta er mjög há upphæð en það var einfaldlega þannig í pottinn búið að hundurinn var orðinn hluti af fjölskyldunni, svo heim til Íslands varð hann að fylgja okkur, sama hvað það kostaði. Satt best að segja höfum við varla átt fyrir salti í grautinn í 2 mánuði vegna þessara útgjalda.
Hundurinn okkar er hreinræktaður og fyrstur sinnar tegundar á Íslandi. Í framtíðinni langar okkur að fá ,,maka“ handa honum og stækka fjölskylduna. Við myndum að sjálfsögðu selja nokkra, ættbókarfærða hvolpa á heimili sem við værum búin að kynna okkur áður. Það má hins vegar deila um upphæðir, en ég get sagt fyrir mig að þrátt fyrir að vera í þeirri stöðu að hafa lagt í allan þennan kostnað, og vera með alveg einstaka tegund, að mér fyndist 130.000 eðlilegt verð. Það er kannski engin trygging fyrir því að hvolparnir öðlist góð heimili, en ég tel þó að fólk hugsi sig vandlega um áður en það greiðir yfir 100.000 kr. fyrir hvolp. Alltof margir eru í raun bara að ,,prófa” að eiga hund, gefast fljótlega upp og losa sig við hann. ,,Hann kostaði jú ekkert …" Gamla, góða ofnæmisafsökunin og allt það.
Gangi ykkur öllum vel, og allir að skrifa sig á listann á hvutti.net!!!