NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL . 2003


Þeim Íslendingum fjölgar sífellt sem hafa hund á heimilinu. Sú var tíðin að hundahald var stranglega bannað í Reykjavík, en í höfuðborg inni, rétt eins og öðrum þéttbýlisstöðum, halda nú margir hunda sem gæludýr. Tegundunum fjölgar líka. Síðan innflutningur hunda var heimilaður og sóttkví sett upp í Hrísey hefur fólk í auknum mæli tekið að hreinrækta ákveðin hundakyn og hundasýningar eru líka orðnar fastur liður í lífi margra hundaeigenda hérlendis eins og í svo mörg um öðrum löndum.

En hvaða kröfur gerir fólk og hvaða væntingar gerir það þegar ákveðið er að verja sem svarar kannski heilum mánaðar laun um í kaup á nýj um fjölskyldu meðlimi? Hvaða kröfur er réttmætt að gera? Og hvaða kröfur er raunhæft að gera? Við þessum spurningum má vafalítið fá misjöfn svör, en með tilliti til þess að hvolpur sem kemur á heimilið á að líkindum eftir að vera einn af fjölskyldunni næstu 10-15 árin, er full ástæða til að velja hann af yfirvegun og gera sér grein fyrir því fyrir fram hvaða kröfur þarf að gera til hans. Jón Daníelsson blaðamaður kannaði málefni hundaræktar á Íslandi fyrir Neytendablaðið, en tilefnið er ekki síst kvartanir og fyrirspurnir sem borist hafa til samtakanna.

Hundaræktun
Hundaræktendur á Íslandi eru nú orðnir allmargir. Hreinræktaðir hvolpar af ákveðnu kyni geta verið nokkuð dýrir. 100-300 þúsund krónur mun ekki óalgengt að hreinræktaður hvolpur kosti, en á móti kemur að þeim fylgir vottorð þar sem ætt þeirra er rakin.

Hundaræktarfélag Íslands annast eftirlit og útgáfu slíkra ættbóka. Félagið var stofnað árið 1969 og hefur síðan ættbókarfært 10 þúsund hunda af meira en 60 tegundum. Félagið er aðili að FCI, alþjóðasambandi hundaræktarfélaga. Að sögn Þórhildar Bjartmarz, formanns Hundaræktarfélagsins, er starfsemi langflestra hundaræktenda afar smá í sniðum. Þetta er fólk sem á nokkra hunda og frá þeim koma örfá got á ári.

Frá þessari reglu er þó ein allstór undantekning. Það er Hundaræktin í Dalsmynni á Kjalarnesi sem hjónin Ásta Sigurðardóttir og Tómas Þórðarson reka. Þar eru nú að sögn Ástu um 80-90 ræktunardýr. Þetta mun vera eina ræktunarstöð in þar sem hundaeldið er beinlínis rekið sem at vinnugrein.

Kvartað til Neytendasamtakanna
Neytendasamtökunum hafa á undanförnum árum af og til borist kvartanir og fyrirspurnir frá hunda eigendum. Ólöf Embla Einarsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður leiðbeininga- og kvörtunar Þjónustu Neytendasamtakanna, segir að 5 formlegar kvartanir hafi borist til samtakanna á síðustu tveimur og hálfu ári en óformlegar fyrirspurnir séu um 10-12 ári. Þetta er ekki hægt að kalla háar tölur en Ólöf Embla segir athyglisvert að allar kvartanir og langflestar fyrirspurnir varði hunda frá Dalsmynni. Nánast óþekkt er að kvartað sé yfir hundum frá öðrum hundaræktendum. Meðalþess sem kvart að hefur verið formlega yfir til Neytendasamtakanna nefnir Ólöf Embla hjartagalla, langvarandi iðrasýkingu og grun um rangfeðrun.

Útbreiddur fjandskapur
Ekki þarf að kafa djúpt ofan í málefni hundaræktunar til að sjá að Hundaræktin í Dalsmynni hefur aflað sér óvina. Ásta Sigurðardóttir var í Hundaræktarfélagi Íslands þar til í september 1999, þegar hún sagði sig úr því. Þá hafði reyndar komið fram á hendur henni ásökun um rangfeðrun og á vegum Hundaræktarfélagsins höfðu DNA-sýni verið send til Þýskalands til rannsóknar. Niðurstaðan úr DNA-greiningunni varð sú að faðerni hvolpsins hefði verið rangt skráð. Það aftekur Ásta sjálf með öllu. Hún telur fólk í innsta hring Hundaræktar félagsins hafa verið á móti sér og bendir á þann möguleika að röng sýni hafi verið send til greiningar, en tekur fram að sér sé þó ómögulegt að fullyrða nokkuð um það.

Einhver eða einhverjir hafa um skeið í skjóli nafnleysis haldið úti sérstakri heimasíðu á netinu þar sem Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktinni í Dalsmynni er fundið flest til forráttu. Síðan ber yfirskriftina “Sannleikurinn um Dals mynni ” og hana er að finna á slóðinni http://frontpage.simnet.is/jv1/um-dalsmynni.html. Þessi slóð ber með sér að hinn nafnlausi ábyrgðar maður síðunn ar sé not andi “jv1 ” hjá Símanum-interneti. Guðmundur Már Kristjánsson hjá Símanum-internet kvað sér vera óheimilt a ð gefa upp hver þessi notandi væri, en sagði þó að það yrði gert ef til dæmis lögregla leitaði eftir því í kjölfar meiðyrða kæru.

Þótt aðeins sé stiklað á stóru má sömuleiðis nefna til sögunnar heimasíðuna www.hvuttar.net, sem tileinkuð er hundum, en þar er fólk hvatt til að skrá sig á rafrænan undirskriftalista sem sagt er að sendur verði yfirvöldum. Í textanum er lögð til sú breyting á reglugerð að þeir sem fá heimild til ræktunar hunda í atvinnuskyni skuli ekki hafa fleiri en 15 hunda, eldri en sex mánaða, á hundabúi sínu á hverjum tíma. Þegar þessi listi var skoðaður að kvöldi 22.maí voru á honum 878 nöfn og kennitölur og hafði fjölgað um 18 frá kvöldinu áður. Tæpast getur leikið vafi á, að þessum undirskriftum sé fyrst og fremst stefnt gegn Hundaræktinni í Dalsmynni.

Búraeldi
En hvað er það sem hefur skapað svo mikla óvild í garð Ástu og Tómasar og atvinnustarfsemi þeirra? Eftir fjölmörg samtöl við heimildarmenn og lestur ýmissa gagna við vinnslu þessarar greinar virðist nánast mega draga þetta saman í eitt orð -búraeldi. Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að halda 80-90 hunda öðru vísi en að stía þeim sundur og það er gert með því að hafa þá í búrum eða stíum. þetta flýðir þó ekki að dýrunum sé haldið þar hreyfingarlaus um, heldur er þeim hleypt út í útigerði þar sem þeir fá að viðra sig til skiptis. Engu að síður stendur óhaggað að dýrunum er lengst af haldið innilokuðum í tiltölulega þröngum stíum og mörgum hundavinum virðist blöskra sú meðferð ein og sér, án tillits til þess hvernig hugsað er um dýrin að öðru leyti.


Andstaða margra hundavina við Hundaræktina í Dalsmynni byggist þó á fleiru en búraeldinu einu. Ýmsar sögusagnir ganga einnig um aðbúnað hundanna þar, en á slíku er eðlilega erfitt að festa hendur. Það er þó ekki allskostar ógerlegt. Í óformlegum kvörtunum til Neytendasamtakanna hefur meðal annars komið fram að hvolpar hafi verið afhentir frá Dalsmynni með ýmsa kvilla eða ágalla sem að einhverju leyti kynnu að stafa af skorti á nægilega góðum aðbúnaði og umönnun. Jón Þórarinn Magnússon er hundaeftirlitsmaður hjá Umhverfis-og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar. Hann segir að til sín hafi mörg undangengin ár borist kvartanir vegna meðferðar hundanna í Dalsmynni og hann hefur reyndar sjálfur kært málið til lögreglu. Jón Þórarinn hefur haft afskipti af Hundaræktinni í Dalsmynni um alllangt skeið og segir þar ríkja ófremdarástand, hundar séu miklu fleiri en upp sé gefið og aðbúnaður og umhirða slök eða jafnvel slæm.

Um þessar mundir standa yfir verulegar endurbætur á húsakynnum í Dalsmynni, en ummæli Jóns Þórarins fá engu að síður ákveðna stoð í ríflega ársgamalli eftirlitsskýrslu frá heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverfis- og heilbrig ðisstofu Reykjavíkur:

“Svo var aftur bent á að upphækkað legupláss fyrir hunda í stíum var ekkert og lágu þeir í skítnum hver ofan á öðrum. Alltof margir hundar eru í stíu, svo ekki sé minnst á að aðeins þrjár manneskjur annast þá. Þeir fá greinilega ekki nógu mikla athygli, hreyfingu, örvun og ástúð. Voru æstir í athygli, en þegar þeir fengu hana þá kúrðu þeir sig niður og settu skottið undir sig líkt og þeir byggjust við barsmíðum.” Vegna þessarar tilvitnunar er skylt að taka fram að í Dalsmynni eru nú upphækkuð legupláss komin í stíur.

Fórnarlamb gróusagna
Sjálf segist Ásta Sigurðardóttir vera fórnarlamb öfundar og gróusagna, en auk þess hafi gengið erfiðlega að fá á hreint hvaða kröfur stjórnvöld í rauninni gerðu á þessu ákveðna sviði. “En þegar við fengum loksins á hreint hvað við ættum að gera, þá gengum við í það. Hér eru komnar tvær rotflrær, loftræsting fyrir milljón og við erum þessa dagana að steypa 300 fermetra plötu í útigerðinu. Sú framkvæmd kostar um 1200 þúsund.” Lögmaður Ástu, Guðfinna J. Guðmundsdóttir, tekur undir það að erfiðlega hafi gengið að fá skýr og nákvæm skilaboð frá yfirvöldum um þær úrbætur sem gera þyrfti. Hún segir einnig að sér virðist málið hafa tafist þegar stjórnvöld settu það í biðstöðu, án þess að Ástu og Tómasi væri beinlínis gerð grein fyrir að boltinn væri hjá þeim. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkurborgar vísar þessu hins vegar á bug og bendir á ítrekaðar bréfaskriftir um þetta efni undanfarin tvö ár. Þegar Ásta Sigurðardóttir og Tómas Þórðarson eiginmaður hennar keyptu Dalsmynni á sínum tíma tóku þau þar við hundahóteli sem þá var leyfi fyrir, en aðbúnaður var þó að sögn Ástu allur meira eða minna ólög-mætur og því flurftu þau að ráðast í miklar framkvæmdir. Nú segir Ásta að ræktunardýrin (hundar og tíkur) séu á bilinu 80-90 og hver einasti hvolpur sprautaður og skoðaður vandlega hjá dýralækni áður en hann er látinn af hendi. Ásta staðfestir að vissulega selji hún stundum hvolpa sem ekki séu gallalausir.


“Ef hvolpur reynist á einhvern hátt gallaður skráir dýralæknir þann galla í heilsufarsbók ina og ég læt kaupandann að sjálfsögðu vita af gallanum. Slíkir gallar eru oft þess eðlis að hundurinn getur orðið ágætis gæludýr þótt gallinn geri það aftur á móti að verkum að hann er ekki hæfur til sýninga eða ræktunar. Fólk verður svo að gera upp við sig hvort það vill þennan tiltekna hvolp, þrátt fyrir gallana, og á móti kemur að verðið er auðvitað lægra.” Ásta þvertekur fyrir að hundarnir fái ekki næga hreyfingu. Þvert á móti séu þeir viðraðir daglega og fái stundum að hlaupa lausir. Hún treystir sér ekki til að tilgreina nákvæmlega fjölda stöðugilda á búinu en segir sjálfa sig og son sinn í fullu starfi auk fjögurra starfsmanna í hálfu starfi. Þessu til viðbótar nefnir hún mann sinn og að fleira fólk komi að starfinu á kvöldin og um helgar. “Barnabörnin mín koma hér líka og leika við hvolpana,” segir hún og mótmælir því algerlega að hvolpar á búinu venjist ekki nægilega umgengni við mannfólkið.

Leyfi og eftirlit
Fram til síðustu áramóta var það í verkahring lögreglustjórans í Reykjavík að gefa út leyfi til dýrahalds í atvinnuskyni. Slíkt leyfi var gefið út fyrir Hundaræktina í Dalsmynni 28.janúar 2002 eftir að borist hafði tilskilin umsögn frá Dýraverndarráði. Að kröfu Dýraverndarráðs er rekstrarleyfið bundið því skilyrði að dýralæknarnir “Þorvaldur Þórðarson og Katrín Harðardóttir, Dýraspítalanum í Víðidal, hafi eftirlit með aðbúnaði og ástandi hundanna ”. Þetta segir Katrín Harðardóttir einkar einkennilegt skilyrði og að því hafi í raun ekki verið fylgt, enda sé slíkt eftirlit samkvæmt lögum á hendi héraðsdýralæknis.“Auk þess var aldrei talað um þetta við okkur,” segir hún. “Við sinnum hinsvegar dýrunum þegar til okkar leitað.” Aðspurð um aðbúnað í Dalsmynni segir hún þar farið eftir gildandi lögum, ,,en dýrin eru náttúrulega í búrum“ segir Katrín.

það er sem sagt héraðsd ýralæknirinn í Gullbringu- og Kjósarumdæmi, Gunnar Örn Gu ðmundsson, sem sinnir lögbundnu eftirliti með hundahaldinu í Dalsmynni. Hann kveðst á þessu stigi ekki vilja tjá sig mikið um aðbúnað og umhirðu á búinu, stöðu sinnar vegna og tilgreinir í því sambandi þær kerfisbreytingar sem verið er að gera, og segir að svo virðist sem í þeim felist að Umhverfisstofnun eigi að hluta að annast það eftirlit sem nú er í höndum héraðsdýralækna.

Umhverfisstofnun kemur til skjalanna
Umhverfisstofnun varð til um áramótin við samruna Hollustuverndar, Náttúruverndar ríkisins og fleiri stofnana, en auk þeirra viðfangsefna sem fylgdu með sameiningunni fluttust til hinnar nýjustofnunar málefni sem lúta að eftirliti með gæludýrahaldi og dýravernd. Að sögn Stefáns Einarssonar fagstjóra hjá Umhverfisstofnun var tekið að huga að þessum nýja málaflokki strax í vetur og fyrir skömmu fór starfsfólk stofnunarinnar í heimsókn að Dalsmynni og kvaddi með sér sérfræðing, Magnús H. Guðjónsson. Magnús er forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og dýralæknir að mennt. Magnús skilaði Umhverfisstofnun síðan skýrslu um ástandið. Stefán Einarsson segir málið nú í vinnslu hjá stofnuninni og sé ætlunin að fá botn í það sem allra fyrst.

Þetta er þó ekki eina heimsóknin sem farin hefur verið í Dalsmynni nýlega, því samkvæmt heimildum blaðsins fóru þangað fyrir ekki mjög löngu menn frá lögreglunni í Reykjavík og töldu hundana. Heimildarmaður blaðsins taldi bæði skýrslu Magnúsar Guðjónssonar og skýrslu lögreglumannanna vera til hjá Umhverfisstofnun og greinarhöfundur leitaði eftir að fá afrit af þleim. Engin tormerki voru sögð á að afhenda þessi gögn, en ”tveggja til þriggja mánaðagömul lögregluskýrsla“ fannst ekki hjá embættinu. Vegna ákvæða upplýsingalaga um takmarkanir töldu menn hjá stofnuninni nauðsynlegt að yfirfara skýrslu Magnúsar H. Guðjónssonar fyrir afhendingu og var því ekki unnt að verða við þeirri beiðni nema með nokkurra daga fyrirvara. Því liggur þessi skýrsla ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð. Engu að síður virðist alveg ljóst að í henni felast nokkuð alvarlegar ásakanir.

,,Safarík” skýrsla
Neytendablaðið hefur eftir öðrum leiðum fengið í hendur afrit af lögregluskýrslu um heimsókn í Dalsmynni 30. ágúst á síðasta ári. Líklegt verður að telja að þetta sé í rauninni sú skýrsla sem heimildarmaður benti á að til væri hjá Umhverfisstofnun, en hann hafi misminnt um aldur hennar. Í þessari skýrslu segir orðrétt: “Könnuðum við öll búr og töldum í þeim. Taldist okkur til að á búinu væru samtals 194 dýr, þar af 45 hvolpar.” Samkvæmt þessari skýrslu hafa fullorðin dýr verið rétt tæplega 150 talsins síðasta haust, en það er verulegum mun hærri tala en Ásta tilgreinir nú í vor. Skylt er þó að taka fram að Ásta segir dýrum hafa fækkað að undanförnu. Að því er varðar skýrslu Magnúsar Guðjónssonar telur Neytendablaðið sig hafa öruggar heimildir fyrir því að þar séu settar fram alvarlegar ásakanir og fram kom í máli eins viðmælanda að skýrslan væri “mjög safarík ”. Meðan ekki er fenginn aðgangur að skýrslunni er auðvitað ekki unnt að greina frá innihaldi hennar, en fáist hún afhent og ekkert annað hefur verið gefið til kynna má vænta þess að lesendur geti kynnt sér meginatriði hennar efnislega á heimasíðunni, www.ns.is, og ef til vill í næsta blaði.

Eiga stórbú rétt á sér?
Í þessari grein hefur að langmestu leyti verið fjallað um Hundaræktina í Dalsmynni, enda er hún eina stóra hundabúið á Íslandi. Hér skal ekki dregið í efa að ástandið á búinu fari batnandi. Þar standa yfir umtalsverðar framkvæmdir og endurbætur og er ljóst að eigendurnir hafa lagt út í verulegan kostnað til að bæta að búnað dýranna og verða við þeim kröfum sem gerðar eru af hálfu yfirvalda. Eftir sem áður er þó alveg ósvarað einni spurningu og það er meira að segja einmitt sú spurning sem frá sjónarmiði neytenda skiptir hvað mestu nefnilega hvort þeir sem kaupa hvolp frá stóru hundabúi geti vænst þess að hann sé sambærilegur að gæðum og hvolpur frá ræktanda sem að eins sinnir um eina eða tvær tíkur. Að því er varðar atriði á borð við hreinræktun, ættbók eða til dæmis a ð hundurinn sé í samræmi við svokölluð ræktunarmarkmið (sé t.d.hvorki stærri né smærri en hundar af því tiltekna kyni eiga a ð vera), má segja að stórt hundabú ætti ekki síður að geta uppfyllt gæðakröfur en einstakir ræktend-ur. En þegar kemur að hinum andlega eða sálræna þætti horfir málið nokkuð öðruvísi við.

Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir segir að í núgildandi lög og reglar vanti alveg ákvæði um fjölda hunda á búi eða lágmarksfjölda starfsfólks við að sinna ákveðnum fjölda hunda. “Og þetta hefur að vissu leyti gert okkur erfitt umvik í eftirlitsstarfinu,” segir hann. Gunnar tekur líka undir það sjónarmið að við þær aðstæður sem ríkja í Dalsmynni sé hæpið að starfsfólkið hafi aðstöðu til að hugsa um andlega velferð dýranna.

Ný reglugerð í vændum
Fjölmargir viðmælendur bentu á að á vegum umhverfisráðuneytisins séu í smíðum breytingar á reglugerð um dýrahald í atvinnuskyni, þar sem ætlunin mun vera að taka sérstaklega á gæludýraræktun í stórum stíl og kveða meðal annars á um hversu mörg dýr hver starfsmaður megi annast að hámarki.þess má einnig vænta að þar verði nánar kveðið á um aðbúnað dýranna, til dæmis að því er varðar stærð búra, möguleika til útivistar og hreyfingar o.s.frv. Eftir lestur gagna og fjölmörg samtöl við undirbúning og vinnslu flessarar greinar virðist ekki fjarstætt að álykta að full þörf sé á miklu nákvæmari reglum en nú gilda í þessu efni.