Ég á ekki orð!!!!!!
Verð á hundum er komið í rugl! Tegundir sem að hafa hlotið afhroð á sýningum líkt og Doberman seljast enn á 200-250 þúsund, og oftar en ekki eru þetta taugaveiklaðir og jafnvel gallaðir hundar. Þetta er rugl. Þetta eru verð sem tengjast á engan hátt gæðum. Hundar sem hafa verið að brillera á sýningum líkt og Bjarkeyjar boxerinn, Gunnarsholt schaferinn og íslensku hundarnir kosta allt að 70% minna. Og staðreyndin er sú að hundar eru að fara á tæpar hundrað þúsund ættbókarlausir eða með ættbók frá Íshundum (sem að er það sama og að vera ættbókarlaus). Þetta er eitthvað sem að hlýtur að teljast fáránlegt. Það sem að virðist ráða ferðinni er ekki endilega eftirspurn, heldur markhópurinn. Þetta eru oftast nýjar tegundir sem að hafa enga fortíð né neitt á bak við sig sem réttlætir verðið, þegar engin reynsla er komin á ræktunina hvernig getur hún talist góð ræktun? Ég mynni bara á Mörtu sem að seldi Doberman einna fyrst græddi milljónir og stakk síðan af til Danmerkur. Eftir sátu tugir hundaeiganda ættbókarlausir. Pössum okkur á því að henda ekki peningum í ruslið veljum ræktandann vel og hringjum í HRFI og athugum hvort ekki er allt í lagi áður en við fjárfestum í hundinum:)