Bósi og Lína Ég á sveit með fjölskyldunni minni, þar eru tveir hundar sem heita Bósi og Lína. Lína er með pínu krullur í hárinu og er mjög löt nennir varla að labba 50 metra til þess að borða og hún er voðalega frek. En Bósi er uppáhalds hundurinn minn hann er alltaf svo fjörugur fer alltaf í göngutúr og svoleiðis. það er gaman. En alltaf þegar við erum nýbúinn að borða eithvað kjöt og eru bein afgangs förum við út með beinin til Bósa. En ef Lína er við staðar er hún svo frek að hún rekur Bósa í burtu og étur beinin sjálf. En ég er búinn að ákveða að láta Línu fá smá beinin og Bósa stóru því vanalega gefum við bara Bósa því Lína nennir aldrei að koma og borða. En oftast þegar ég fer í göngutúr aleinn eða með einhverjum förum við út á á sem heitir Gljúfurá fer Bósi alltaf með okkur hann fer alltaf út í á í smá stund til þess að kæla sig en eftir það fer hann uppúr og hristir sig stundum fyrir framan okkur þannig að við verðum rennandi blautir. En Bósi er alveg frábær og Lína líka.

Takk fyrir
Kveðja, Fische