Við fórum því að mata Satýr með alls kyns veseni og ekki mikilli gleði hjá honum.
Þrátt fyrir kalkið losnaði hann meira og meira að aftan og fórum við að taka eftir að það var komin einhver kúla á vinstir mjöðm. Þann 20 maí sl. á 8 mánaða afmælisdegi Satýrs fórum við með hann í myndartöku í Víðidal. Okkur til mikillar sorgar kom í ljós að Satýr er með HD mjaðmalos á mjög háu stigi. Á vinstri mjöðm vantar eiginlega alveg skálina fyrir mjaðmaliðinn og er því mjaðmaliðurinn og færast hægt og rólega fram á við, það eru aðeins liðböndin sem halda við. Hægri mjaðmaliðurinn er líka aðeins farin að losna frá skálinni.
Dýralæknirinn sagði okkur að bara bíða og sjá og er Satýr nú á gigtarlyfum (sem eru rándýr, 70kr stk) sem við greiðum með glöðu geði til að minnka þjáningar Satýrs. Það er reyndar frekar erfitt að vita ekki hversu mikið hann finnur til, vildi oft að hann gæti talað.
Það er reyndar einn ljós punktur þessa daganna að Satýr er allt í einu farinn að borða sjálfur og er síbiðjandi um mat og við látum það alltaf eftir honum, hann má reyndar alveg við því því hann er svo grannur.
Það er skelfilegt að vita að hann eigi ekki eftir að lifa mikið lengur því um leið og hann hrekkur alveg úr lið verður að svæfa hann. Þanngað til fær hann mjög litla hreyfingu en heilan helling af ást og umhyggju.

Boðskapur þessarar greinar er: ALDREI KAUPA SCHAFER HUND SEM ER EKKI MEÐ ÆTTBÓK, ÞÓ FORELDARNIR SÉU MYNDAÐIR FRÍIR AF MJAÐMALOSI GETUR MJAÐMALOSIÐ VERIÐ Í ÆTTINNI. NÚMER 1, 2 OG 3 VERIÐ GÓÐ VIÐ HUNDANA YKKAR OG ANNARRA.