Ég er hundaeigandi frá Akureyri og vill fá að segja stuttlega um þegar ég fer út með hundinn minn í göngutúra. Ég byrja náttúrulega að kalla á hundinn minn og segji honum fréttirnar! Svo fer ég í útiföt og set á hundinn minn ólina. Svo geri ég það sem svo margir feila á, AÐ TAKA POKA FYRIR ÞARFIR HANS!!! Þetta er orðið stórvandamál að undanförnu. Ég tek alltaf með mér poka til að þrífa upp eftir hundinn minn og þegar ég geri það þá þríf ég virkilega upp eftir hann!!! Einum of oft gerist það að ég fer út með hann og það fyrsta sem hann gerir er að þefa af leifum eftir aðra hunda nálægt húsinu okkar. Þetta er virkilega pirrandi og argasti dónaskapur!!! Mér finnst nú einum of mikið að þurfa að þrífa upp eftir aðra hunda en minn eigin.
Ég var að ganga með hundinn minn (Bjart) í gær. Á allri leiðinni (Um hálftíma) sáum við um fimm leifar af þörfum aðra hunda. Mér skillst ekki betur en það séu til hálfgerð lög um að þrífa upp eftir hundinn sinn. Þetta málefni ekki nógu mikið í umræðunni og í rauninni þurfum við að herða þetta áður en allar borgir Íslands verða að París.
Greinin er kannski svoltið harkaleg en ég meina það sem ég skrifaði í henni. Ég vona að þið skiljið mál mitt og getið tekið undir það með mér.