Já ég lýsti yfir stríði gagnvart chuáunum mínum tveimur. Fyrst átti ég pabbann, hann er keyptur frá Dalsmynni. Flottur hundur.Síðan eignast ég frumburð hans og þá versnaði í því. Þeir MÍGA og SKÍTA inni um allt hús og fer aukandi.Það er eins og þeir þurfi að merkja og keppast um hvor gerir meira. T.d ef sonurinn pissar úti þá verður pabbinn að míga á sama stað og alltaf eiga síðasta orðið! Reyndar var pabbinn vaninn á blað hjá Dalsmynni og var erfitt að venja hann af því, svo er þetta líka mér að kenna þar sem ég kann ekki alveg á hunda.Ég sem sagt þreif allt útúr dyrum blöðin út, vakta þá og skamma og hendi út í garð.Vonandi getur einhver hjálpað mér og gefið góð ráð. Í guðs bænum,þó ég nefni Dalsmynni, ekki láta þessa grein verða umræða um þann bæ. Kær kveðja Anna Magga.