Jæja þá er heimssýningin yfirstaðin, og úff en sá fjöldi hunda icon_smile.gif þarna sá maður víst allar gerðir og stærðir. Og ansi margar tegundir sem ég allavega hefði verið alveg til í að taka með heim með mér :-)
Sýningarsvæðið var ekkert smá stórt og maður mátti víst þakka fyrir að rata í hringinn sem við vorum að sýna í hehehehe. Og ekki var lítið af sölubásum þarna, maður þurfti nú eiginlega kort til að rata og finna aftur þá bása sem maður hafði áhuga á að skoða betur :-)
En það skyggði samt á að mér fannst að umgjörð sýningarinnar var alls ekki eins flott og sýningar HRFÍ eru heima, en það er nú það sama hér í Danmörku, það vantar mikið upp á að þessar sýningar hér séu eins flott uppsettar eins og heima :-)
Þarna voru sýndir 83 American Cocker Spaniel sem þykir ekki mikið, en af því að það er bannað að sýna skottstífða hunda fædda eftir juní 96 í Þýskalandi, gátu ansi margir ræktendur ekki sýnt.

Ég var með 3 American Cocker með mér á sýninguna og gekk þeim bara ágætlega, Rocky svartur/tan hundur var í öðru sæti í sínum flokki í hvolpum og systir hans Revenge vann sinn flokk,þannig að ég gæti víst sagt að hún sé heimsmeistari í hvolpaflokki svartra tíka hehehehe. Sassy (My Ida Ho Miss Scandinavia) var síðan í öðru sæti í unghundum í sínum flokk, og var það á undan ekki ómerkari ræktanda en Very Vigi frá Frakklandi sem er með þekktari ræktendum í Evrópu á American Cocker :-)

Með kveðju,
Marta (bruin)