Ég á æðilsegan lítinn hund sem sefur alltaf uppá kodda hjá mér,ef henni verður kalt þá klórar hún ákveðin samt ekki fast í mann eða sængina og þá eigum við að lyfta upp sænginni fyrir hana svo hún geti hlýjað sér alveg þétt upp við mann.Hún heldur að hún sé einhver prinsessan á bauninni(koddanum)og við eigum að hlíða henni(það er mjög fyndið að fylgjast með henni þegar hún byrjar).Ef hún lokast inn í herbergi óvart þá er hún ekket að gelta til að láta vita af sér,frekar klórar hún og spólar í hurðina þar til við opnum,gefst sko alls ekki upp.Ef vatnsdallur inn tómur þá lætur hún okkur vita með því að spóla í dallinn stundum ýtir hún honum að vaskinum.Ekki það að hún vilji strax fá vatn að drekka,nei,nei,það bara má EKKI vera tómur vatnsdallur á gólfinu,það fer eitthvað í hana.Þegar hún er það er matartími hjá hundunum á hún það til að vera soldið nýskupúki,hún tekur einhverjar 4-6 kúlur í munninn á sér og fer margar ferðir inní herbergi og felur stundum alveg fulla handarlúku af kúlum.Fer einvherjar 10 ferðir eða meira. :)Algjör hamstur.Svo á maður það til að finna fullt af kúlum uppí rúmi þegar maður fer að sofa,þá getur maður ekki annað en hlegið af þessu.
Já litla prinsessan lætur sko hafa fyrir sér.Hárgreiðslutíminn er líka sniðugur.ÞAð er við byrjum á að greiða einum hund þegar hann er búið verðum við að taka prinsessuna og greiða henni,hún er semsagt alltaf annarhver hundur sem við greiðum,búinn að greiða einum þá er hún næst og í hvert skipti verður hún að fá verðlaun fyrir að vera svona dugleg,það er ekki möguleiki að hunsa hana,annars fer hún í fýlu.Ef einhver á heimilinu fer einhvert í nokkra daga þá er hún í fýlu út í hann í smá tíma þegar hann kemur aftur heim.Heilsar honum ekki bara snýr trýninu í hina áttina.hmm.
En svo kemur hún fljótt aftur og heilsar eins og uppáhalds prinsessan á heimilinu gerir.
Svo líka til að trompa allt þá leyfir hún öllum að halda á sér, fullorðnir og börn meiga fara með hana eins og gólftusku bara ef hún fær verðlaun fyrir,svo er hún roslega dugleg að reka burt fugla og allskyns furðuverur sem koma við í garðinum hjá okkur,líka ef það myndi einhver reyna brjóst inn þá er hún besta þjófavörnin.
kv,Whitney