Óvæntur gestur Góðan dag.
Það bar óvæntan og ómerktan gest að garði til okkar í dag. Týr var í bandi í garðinum og ég sat á tröppunni í mestu makindum, þegar stór svartur labrador (að ég held örugglega, gæti kannski verið eitthvað blandaður) birtist allt í einu. Ég var hálf smeyk fyrst,vissi ekki hver viðbrögð þeirra við hvor öðrum yrðu, en það var að ástæðulausu. Þeir hoppuðu og skoppuðu kringum hvorn annan.

En sá svarti var algjörlega ómerktur, ekki með ól eða neitt, svo ég prufaði að hringja í hundafangarann hérna á staðnum (Selfoss), en hann var utanbæjar og ekkert hægt að gera svo ég leyfði þeim svarta bara að fara þegar hann vildi, kannski rataði hann heim, hver veit.

En svona smá hugleiðing, hvað gerir maður annars þegar það birtist svona ómerktur hundur hjá manni? Hringir maður ekki bara á fangarann? Og hvað svo, á maður að halda þeim ómerkta þar til fangarinn kemst að ná í hann eða hvað?? Bara að spá aðeins í þessu.