Tumi....;) Mig langar aðeins að segja ykkur smá frá Tuma.
Þegar ég kynntist honum fyrst var hann tæplega 6 vikna gamall og búinn að vera einn og yfirgefinn á ráfi í nokkra dag þegar einhver góðhjartaður tók hann til sín og fór með hann á dýraspítalann í Garðabæ.

Hann kom inn á heimilið okkar í byrjun Nóvember 2001 og í þeirri viku var mikið slabb og frekar kalt úti þannig það er merkilegt að hann lifði af.

En þvílík gleði þegar mamma og fósturpabbi minn komu heim með litla guttann og hann var svo lítill þá að hann var minni en lægri hjörin á hurðinni heima. Ég held að það sé nú bara standard stærð á svona hjörum þannig þið getið séð hversu lítill hann var.

Hann braggaðist ágætlega og varð litla kelidýrið í fjölskyldunni. Ég gerði hann að sirkusdýri, segir mamma, en hann kunni alveg helling af trikkum eins og að setjast,leggjast,heilsa(nottla með hægri), gefa “five”, play dead, elta ketti gegn skipun og gelta gegn skipun. Svo kunni hann líka að opna hurðir og margt fleira sniðugt :D

Núna er hann alheilbrigður en dáldið í þybbnari kanntinum :D segjum bara vel í holdum!! en ég man eftir því að fyrst þegar við fengum hann höfðu fólkið i garðabæ gefið honum nafn og hann var alltaf kallaður snorri selur því hann var svo feitur :D

Það skemmtilegasta sem tumi gerir er eltingarleikur. Ég kannski segji : Þú ert hann. og þá hleypur hann á eftir mér og þegar hann er búinn að ná mér þá snýr hann við og ég á að ná honum….sem er aðeins erfiðarða því hann hleypur töluvert hraðar :)
svo finnst honum líka MJÖG gaman að sækja hluti en málið er að einhversstaðar í uppeldinu gleymdist að kenna honum að gefa þannig ef maður kastar einhverju þá verður maður að kjöra svo vel og ná því af honum sjálfur :D
en hann er mjög hlýðinn og góður!!
getur verið óttalega heimskur..en hvaða hundur er ekki þannig :D
#16