Emil flutti á föstudaginn til mömmu og grét aðeins þegar ég var farin en jafnaði sig fljótt. Á laugardeginum fór ég og mín fjölskylda til mömmu, vorum að djúsa og horfa á kostningarsjónvarpið, en þegar Max kom á svæðið þá ætlaði Emil í hann, Emil er hættur að nota svona aðvörunar urr, hann fer beint í árásar urrið og Max hikar ekki við að urra á móti, þannig að Max varð að fara svo að það yrði ekki önnur slagsmál.
Þegar ég fór heim um nóttina þá hringir mamma í mig 5 mínútum eftir að ég kem heim og segjir mér að Emil sé alveg óður, grenji og gelti og er að vekja alla í nágrenninnu. Þannig að ég labba af stað og næ í hann, var ekkert að fatta að auðvitað vildi hann koma með mér heim eftir þennan stutta tíma. Ég svaf inn í herbergi með Max og kallinn minn frammi með Emil.

Mamma kom svo daginn eftir að sækja Emil og hann var ekki alveg á því að vilja fara út með henni, taldi betra að hún myndi sækja hann heldur en ég að skila honum.
En út fór hann og var í svakaleguy stuði allan daginn, fór í sumarbústað sem amma mín á og fékk að leika laus úti allan daginn og var sko að fýla sig í tætlur.

Um kvöldið grét hann svoldið, en ekkert í líkingu við það sem var daginn áður.

Hann er að aðlagast fínt núna, ég hef ekkert látið sjá mig heima hjá mömmu, ekki einu sinni þegar hann er ekki heima svo að hann finni ekki lyktina af mér.

Mamma er rosalega kát að hafa fengið hann og finnst hann yndislegur :) Vona að þetta haldi áfram að ganga svona vel enda er hann hættur að gráta en labbar á eftir mömmu út um allt til að passa að hún yfirgefi sig ekki.

Drengirnir voru að lostna við saumana í dag og fóru þeir í sitthvoru lagi, læknirinn sagði að þeir myndu aldrei verða vinir af því að þeir eiga slæmar minningar um hvorn anna :( En ég krosslegg fingurnar og vona það besta. ;)
Kveðja