Hann Gosi minn er nú því miður dáinn.. en hann varð 14 ára.
Hann var blanda af Golden Retriver og Labrador
Hann kunni ýmsar kúnstir og var all sniðugur!
Hann kunni að vera “dauður” “kyrr” og mart svona..
Mar lét hann sita og sagði honum að vera kjurr svo gat mar sett eitthvað á nefið á honum og svo svo sagði mar “núna!” þá henti hann hlutnum uppí loft og greip hann í loftinu!
Einnig borðaði hann aldrei án þess að mar sagði “gjörðu svo vel” nema þá þegar hann varað stelast í eitthvað sem hann átti ekkert að borða.
Mar sagði við hann “eigum við að koma út!” þá alveg hringsnérist hann og skottið á trilljón, svo sagði mar “findu ólina” þá fór hann, náði í ólina og kom með hana til baka!
Hann átti dúkku sem hét Stína og alltaf ef mar sagði “hvar er stína” þá fór hann og náði í hana. Hann gerði þetta líka ef mar spurði um “dótið” eða eitthvað annað.
Hann skildi ótrúlega mikið!
Og jú það var ekki gaman að fela sig fyrir mömmu sinni, eina sem hún þurfti að segja var “Hvar er hulda” þá stökk hann og fór að leita.. fann mann og gelti þar til mamma kom :)
Svo ef mar þurfti að skilja hann eftir heima eða í bílnum, þá sagði mar “Gosi passa bílinn” og hann gelti og gelti þar til mar var farin í burtu.. og svo þegar eitthver ókunnugur kom, þá alveg trilltist hann svo að manneskjan þorði alls ekki að koma nalægt bílnum eða húsinu… og þaggaði svo niður þegar við komum heim og var hið ljúfasta lamb!

Hann dó svo 27 des 99 og mun ég sakna hans alla mína æfi, betri og gáfaðari hund er ekki hægt að finna!