Þetta er smá vangaveltur um “kynhreina” hunda.Núna er ég með minn 3ja hund, á löngum tíma. Þetta er afkvæmi Labradorssæki og Gullinsæki. Það er búið að vera algjör draumur að þjálfa þennan hund enda er hann mjög fljótur að ná hlutunm. Þetta er Veiðihundur með stóru V en þar sem hann er ekki “kynhreinn” fær hann ekki inngöngu í neina veiðihundadeild og eins og staðan er í dag kæri ég mig ekki um það. Ég er ekki að tala um að hann fari að eignast afkvæmi í óþökk einhvers. Ég hef átt hreinræktaðan hund sem ég notaði við veiðar og þessi sem ég er með núna var mikið fljótari að ná hlutunum en hinn. En svona er það bara. Kannski er lausnin að stofna deild fyrir hunda sem ekki eru “kynhreinir” Að sjálfsögðu er ég ekki að mæla með mikilli blöndun því það getur verið happdeætti. En það eru til hundar eins og minn sem eru vægast sagt frábærir og það er synd að þeir skulu ekki njóta sannmælis.