Hæ hæ
Ég á tvo hunda tíkin er 13 mán. og hundurinn er 10 mán. Ég er í vandræðum,hann nagar ALLT, ég er að verða brjáluð, við erum með kork á eldhúsgólfinu okkar og hann er búinn að naga það allt og svo er hann búinn að færa sig upp veggina hjá mér:O( hann er þegar búinn að naga 4 skópör og einar buxur (sem er dálítið fyndið :O))
en þreytt er ég á þessu! Ég er búin að reyna sítrónudropa á gólfið og veggina og það virkar en um leið og ég fer út og skil þau eftir þá bíður hann bara eftir að lyktin hverfi svo að hann geti nagað og ef hún hverfur ekki að þá fer hann bara í eldhúsvaskinn og nagar allt sem hann finnur þar, ég veit að hann er að mótmæla þvi að vera skilinn eftir en hann er með leikfélaga og svo eru þau aldrei lengur ein heima en mesta lagi 3-4 tíma í senn,ALDREI lengur, við fórum alltaf heim 2-3x til þeirra yfir daginn. En eftir að ég kláraði skólann er hann búinn að róast en hvað gerist næst þegar ég fer út????
hjálp óskast:O)